Strandapósturinn - 01.06.1991, Blaðsíða 59
Andrés er ekki frá því, að eitthvað yfirnáttúrulegt hafi hjálpað
sér að ná landi í þetta sinn.
„Já, það var þá, sem Andrés gamli Runólfsson kom niður á
bryggjuna á Drangsnesi og sagði: „Nú hélt ég að andskotinn hefði
hirt þig, nafni minn“. Annað sagði hann nú ekki. Svo bauð hann
mér í veislu daginn eftir. Andrés átti að hafa borið sig illa, rneðan
ekkert spurðist til okkar, og það voru fleiri en hann, sem héldu að
við værum farnir þangað, sem við áttum ekki að vera“.
Þau Andrés og Kristín stofnuðu heimili á Drangsnesi og þar
fæddist fyrsta barnið, Sæunn, 20. nóv. 1930. Til húsa voru þau hjá
Jóni Pétri Jónssyni og fór vel um þau.
En Drangsnesdvölin varð ekki lengri en eitthvað á annað ár. Þá
bauðst Andrési pláss á m/b. Skarphéðni hjá Hrólfi Sigurjónssyni á
Hólmavík. Betra skiprúm var þá tæplega á boðstólum við Stein-
grímsfjörð, svo að það liggur í augurn uppi, að nú lá leiðin til
Hólmavíkur. A búferlaflutningana þangað er nokkuð drepið í
nýútkominni Hólmavíkurbók, og verður fæst af því sem þar
stendur endurtekið hér.
Andrés ber Hrólfi vel söguna og er ekki einn um það, hann hafi
verið besti maður. „Og meira en það. Hann vissi lengra nefi sínu.
Hann bjargaði okkur oftar en einu sinni með jDeim hæfileika
sínum. Eitt sinn skakkaði ekki nerna fáeinum föðmum, að bátur-
inn færi á Göngustaðaboðann úti af Bjarnarnesi með öllum segl-
um og fullri vél. Veður var sæmilegt, jæja, norðan strekkingur og
nokkur gjúga. Hrólfur hafði verið sofandi niðri og kemur í hend-
ingskasti upp. Jón sterki í Kaldbak Guðjónsson var við stýrið. Eg
sat niðri í vélarhúsi að fylgjast með regulatornum, því að í sjógangi
á skrúfan það til að sleppa, þá fer allt að hristast og nötra og þarf
að hafa gát á því. Mér til mikillar furðu er allt í einu skipt á fulla
ferð aftur á bak. Báturinn var þá kominn fast að boðanum. Við
vorum að korna frá Siglufirði í þetta sinn og vorum með 5 stúlkur
fyrir utan áhöfnina. Þær voru Asa og Björgheiður dætur Jóns
Ottóssonar og Magnelja Guðmundsdóttir, línustúlkur á Skarp-
héðni og Jakobína Guðmundsdóttir, ráðskona við bátinn. Fimmta
nafnið er gleyrnt í svipinn".
Af þessu tilefni barst í tal í hvaða erindum þeir höfðu verið á
57