Strandapósturinn - 01.06.1991, Qupperneq 60
Siglufirði. „Við rerum þaðan á Skarphéðni um vorið (1931). Það-
an reru þá bátar úr Eyjaflrði og víðar að. Þar var þá alveg óhemj-
ufiskirí og miklu styttra að sækja en annars staðar frá. Við fiskuð-
um oft meira en við gátum tekið upp. Já, já, fulla lest og eins og
tolldi á dekkinu. Allt á línu. Einu sinni vorum við á landleið í
hvítajþgni. Báturinn var dauðahlaðinn. Svo fór að kula dálítið og
sjór byrjaði að renna niður í vélarhúsið. Við vorum á vakt ég og
Jón Ottósson, sem allir Hólmvíkingar þekkja. Hrólfur svaf
frammi í. Nú vill Jón endilega vekja Hrólf, en mér fannst það ekki
vera til neins. Og ekki xnátti hægja ferðina, þá bai a seig báturinn.
Það var ekki urn annað að íæða en keyi'a fulla ferð. og við höfðum
það í land, án þess að ryðja út fiski. Það hefðum við náttúrulega
getað, en geiðum það bara ekki“. Já, það skilja auðvitað allir, sem
hafa stundað sjó að einhverju marki, að síðast taka menn upp á því
í blíðuveðri að fara að henda út fiski til þess eins að halda lífi
sjálflr! Við þessa utanaðkomandi athugasemd glottir Andrés laus-
lega.
„Skai phéðinn var 12 tonna bátur. Eg held að þeir feðgar Hrólf-
ur og Sigurjón hafi átt hann en ekki kaupfélagið. Hólmavíkurbát-
arnir Skarphéðinn og Geir reru ekki á þessum árum yfir vetrar-
tímann, nema fram undir jól. Við fórum því suður sumir á vertíð
eftir áramótin. Ég var t.d. á útilegubát á línu bæði í Hafnarfirði og
á Akranesi. Þegar kom fram á, var svo farið á hákarl norður í
Húnaflóa. Ég fór oftar en einu sinni í hákarlalegur með Hrólfi.
Þegar Hrólfur féll frá, var Skarphéðinn seldur, en Gunnar Guð-
mundsson átti hann seinna og gerði út nokkur ár frá Hólmavík.
Ég gerðist vélamaður á Geir, báti Hjalta Steingrímssonar og
Riisverslunar 1933. Um það leyti var sett í hann ný June Munktell
vél. Áður hafði vei'ið í honum mjög hávaðasöm Alpha-vél. Mér er
sagt, og ég jafnvel borinn fyrir því (viðurkenni það nú í'eyndar
ekki), að þegar sú vél var sett í gang við Hjaltabryggjuna, hafi
myndir á veggjum í Magnúsar Lýðssonarhúsi skolfið og skekkst
ogjafnvel hiokkið fram af nöglum. Þessa vél setti ég aldrei í gang.
Heyi t hef ég, að þeir hafi tekið af henni hljóðkútinn til að fá meiri
kraft, eins og þeir gera núna á skellinöðrunum".
En það var önnur vél á Hólmavík, sem Andiés afneitar ekki, að
58