Strandapósturinn - 01.06.1991, Page 65
á sumardaginn fyrsta villtist ég og var kominn langt upp í brekk-
ur, þegar ég áttaði mig. Jóhann Níelsson, sem var í Kálfanesi á
eftir mér, var tvívegis hætt kominn þarna í norðan áhlaupsveðr-
um.
Haustið 1951 var svo allt mitt fé skorið niður vegna mæðiveiki.
Þá var búskapnum í Kálfanesi sjálfliætt".
Andrés og Kristín bjuggu mestan hluta Hólmavíkurára sinna í
einu af allra elstu húsunum í þorpinu. Ari Gísli Magnússon byggði
húsið árið 1903. Þegar sími var lagður um þorpið 1908, var síma-
þjónustan sett í þetta hús, sem gekk eftir það undir nafninu
„Stöðin“. Það ber nú götuheitið Kópnesbraut 3B. Hjalti Stein-
grímsson, fyrsti símstjórinn, sem keypti húsið af Ara, stækkaði
það um helming, bætti norðurhlutanum við, að áliti Kristínar. Þau
hjón hafa ýmsar forvitnilegar athugasemdir að segja um Stöðina,
og hefur Kristín aðallega orðið til að byrja með:
„Þrátt fyrir fullt hús af börnum, vorum við alltaf með fjölda
leigjenda, bæði uppi og niðri. Já, já, við vorum ekkert að hugsa um
að hafa mikið pláss fyrir okkur sjálf, höfðum heldur ekki til að
byrja með þær mublurnar, að þær útheimtu mikil salarkynni. Við
keyptum húsið í janúar 1935, en það losnaði ekki fyrr en um vorið,
nema suðurendinn uppi, og þar var ég með krakkana þrjá, en
Andrés var ekki heima. Síminn var áfram í húsinu í heilt ár.
Símastúlkan, Ingibjörg Magnúsdóttir, svaf í símaherberginu í
suðurendanum niðri, innan um tækin. Lítil forstofukompa var
fyrir frarnan. Hún var þiljuð í tvennt. I öðrum hlutanum talaði
fólkið í símann. Ur hinum var svo gengið inn í eldhúsið hjá okkur
og líka upp á loft. Ekki var nú símaklefinn eins vel hljóðeinangrað-
ur og nú á dögum þykir hlýða, og fyrir kom að inn í eldhúsið
okkar heyrðist sitt hvað, sem fólk var að segja. Þegar Arndís
Benediktsdóttir frá Hvalsá leigði hjá okkur, eftir að síminn var
farinn úr húsinu, hafði hún símakompuna fyrir eldhús og sauð
allt á olíuvél.
Þegar við keyptum húsið, var skúrgarmur á bak við það. Þar
settum við þvottapott, ég þurfti mikið að þvo. En þar var ekkert
frárennsli og fékk Andrés að leggja rör í leiðslu frá Albertshúsi
Ingimundarsonar. Ekki var Albert um að leyfa þetta, því að halli
63