Strandapósturinn - 01.06.1991, Page 66
Heimili Kristínar og Andrésar á Hólmavík.
að lögn hans var mjög lítil svo og flutningsgeta leiðslunnar. Albert
hafði lagt vír innan í rörið til sjávar og dró vírinn fram og til baka
til hreinsunar. Það var, fannst okkur, fyrir orð Önnu Eymunds-
dóttur, konu Alberts, að við fengurn leyfi til að nota leiðsluna, en
blátt bann lagði Albert við, að nokkru nerna tæru vatni væri hellt í
hana. Já,já, ég síaði vatnið, áður en ég hellti því í rörið. Nú, þegar
búið var að breyta skúrnum í þvottahús, vantaði húspláss fyrir
hestinn, sem þar hafði verið áður. En það var ekki sífellt verið að
þvo. Klárinn var bara hafður í þvottahúsinu þess á milli. Svo þegar
þurfti, var Jarpur gamli látinn út fyrir, pusað yfir gólfið og farið
að þvo.“
Kristín getur ekkert um það, hvernig henni féll við þessar
tilfæringar á sínum tíma, og nú brosir hún innilega að öllu saman,
en telur að óvíða muni aðferðin vera brúkuð nú til dags.
Andrés: „Frá Hólmavík fórum við að Jafnaskarði í Mýrasýslu
64