Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1991, Side 74

Strandapósturinn - 01.06.1991, Side 74
þeir spurðu hann sem svo, „Bjarni miiin, hvar fékkstu nú þennan sel?“ „O, ég fékk hann í sjónum,“ var svarið, „og það á enginn neitt það sem er í sjónum fyrr en hann er búinn að ná því.“ Eitt af því marga sem afi minn gerði sér til bjargar var að hann fór einn á báti norður að Hornbjargi að sækja sér fugl og egg. Hvort hann fékk þá líka fisk eða annað er ekki vitað, því upplýs- ingar eru takmarkaðar, en þessar ferðir fór hann oft og hagaði þá gjarnan þannig til að hann væri kominn inn að Gjögurshlein snennna morguns. Lagði hann sig þá til svefns og beið þess að legði inn, því þá gæti hann siglt heim. Þetta gekk alltaf ljómandi vel nema í eitt skipti. Þá fór verr en ætlað var. Þá lagði storminn þvert út Reykjarfjörðinn og þegar báturinn fór að velta og hann vaknar, þá er hann kominn lengst út í Miðflóa. En hann náði sér á seglum heim. Þeir voru seigir að beita seglunum gömlu mennirn- ir. Enn til marks um það hvað afi minn var fimur var það að hann velti tunnu niður hólinn í Asparvík, sem er frekar stuttur en bráttur, og hljóp ofan á henni þangað til hún var orðin ferðlaus. Hann lék sér að því að stökkva samfóta upp í tunnu og upp úr henni aftur. Eg veit bara um tvo sem gátu þetta. Annar var sonarsonur hans, Hallfreður Bjarnason, og svo veit ég um einn af þessum ættlegg, Ríkharð Sæmundsson frá Kambi. Hann var stór rnaður og lék þetta líka. Einu sinni var afi rninn á ferð. Þeir fóru á bát norður að Eyjum nokkrir saman. Það var hávetur og allt í klakaböndum. Svo þegar þeir lenda á Eyjum þá stekkur kall upp úr með festina og stendur þetta auðveldlega. Þá sögðu þeir sem voru í bátnum: „Þetta var nú vel gert.“ En þarna var ungur maður sem ekki þótti mikið til koma og ætlaði að gera eins, en hann lenti á bólakafl í sjónum. Það var rnikið útræði á Eyjum. Þetta var um hausttíma og hafði afi minn róið þar. Svo þegar kom frarn undir jól þurftu þeir að koma heim fiskinum sem átti að vera í soðið, en ekki var hægt að bera nema lítið svona langa leið. Nú var það af einhverjum ástæðum þannig að hann átti segl og rnastur en engan bátinn. Á því hafa engar skýringar fengist, en einhver tregða mun hafa verið á að fá lánaðan bát. Reyndar var þarna gamall bátur í 72
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.