Strandapósturinn - 01.06.1991, Blaðsíða 78
trúlega vestan frá Djúpi, nema hvað að á leið þeirra var jökulrönd
og afar sleipt á henni, en nokkru neðar var hengiflug og með öllu
ófært. Nú voru góð ráð dýr, því annað hvort var að fara þarna yfir
hálkuna eða taka á sig óhemjulangan krók, sem ekki var fýsilegt
því þeir voru með þungar byrðar á bakinu. Þegar þeir koma þarna
að líst þeim ekki á blikuna. Afi labbar þá út á þetta og yfir með sína
byrði og lætur hana af sér, en enginn kernur á eftir. Hann fer yfir
til baka að tala við þá og treystir sér enginn út á. Það sé svo hált að
það sér hvers manns bani að ætla sér slíka fífldirfsku. Það verður
þó úr að hann fer með þá yfir einn og einn, ber baggana og leiðir
þá með sér. Fór hann eins rnargar ferðir og mennirnir voru. Sögu
þessa sagði mér Ragnheiður Benjamínsdóttir á Bakka. Hún var
skýr kona. A.m.k. tuttugu árum seinna sagði Ólafur Sigvaldason
mér þessa sögu og þeim bar að öllu leyti sarnan, nema Ragnheiður
sagði að hann hefði einhvern veginn haft lag á því að beita tánum
þannig að honum skrikaði ekki fótur. Hinir höfðu ekki haft lag á
því. Menn gengu þá á skóm sem voru eftirgefanlegir, selskinn-
sskóm eða skóm úr öðru skinni.
Ég man eftir því þegar ég var smástrákur að þá var glíma á
Svanshóli. Þar var fjöldi manns. Það var glímt á hörðum skafli og
borið moð undir. Líklega hefur verið alsiða áður fyrr að hafa þetta
svona. En sennilega hefur þetta verið síðasta almenna glíman sem
haldin hefur verið í Kaldrananeshreppi. Ég veit ekki um aðrar.
Við Sigurður bróðir vorum smápollar. Við fórum til að horfa á og
það eina sem hefur fest mér í rninni er að þeir köstuðu mótstöðu-
manninum upp fyrir höfuð sér og aftur fyrir. Það hef ég hvergi
séð annars staðar í glímu, en ég hef haft spurnir af að þetta hafi
verið gert áður. Hvort það hefur verið numið úr gildi veit ég ekki.
Þess rná geta að báðir afar mínir voru rniklir glímumenn. Það var
haft eftir Bjarna afa mínum að hann væri ákaflega ánægður með
syni sína ef þeir gátu fellt hann í glímu.
Sjómennskan var eins og frarn liefur komið einhver ríkasti
þátturinn í ævistarfi Bjarna afa míns. Einu sinni sem oftar var
hann á sjó á allstórum báti, trúlega áttæringi, þegar það gerist
skyndilega á siglingu að maður fellur úr bakkanum fyrir borð.
76