Strandapósturinn - 01.06.1991, Qupperneq 84
eftir okkur og það létti róðurinn til muna. Þegar við vorum
komnir tæpa hálfa leið inn með Fellsurðunum fór að leggja smá
„kisur“ (vindhnúta) ofan af Skalladal og Munaðarnes-„Landinu“.
Fór það hægt í fyrstu, en smá jók í vindinn svo úr því varð
barningur hjá okkur. Þótti okkur nú fara að verða tvísýnt um för
okkar. Fívergi var lendandi fyrir brimi og ef meira hvessti var illt í
efni. Fyrir okkur var því ekki um annað að gera en leggjast fastar á
árarnar. Og það gerðum við eftir getu. Flægt saglaðist en miðaði
þó. Vildi okkur það til að aldan, sem enn ýtti á efdr bátnum, vann
gegn vindinum. Ef svo hefði ekki verið er tvísýnt hvort við hefðum
dregið móti þeim vindi, sem á var orðinn. Þannig saglaðist hægt
og hægt inn undir „Leiðina“ upp að Munaðarnesi.
Þegar kemur inn að FFáaskerssundi, milli Munaðarnesskerja,
eru tveir boðar, sinn á hvora hönd. Milli þeirra verður að fara
hvort heldur farið er inn Fláaskerssund, inn á Ofeigsfjörð, eða
farin „Leiðin" upp í Munaðarneslendingu. Má þar litlu muna ef
bára er, eins og þá var. Við Elías vorum báðir vel kunnugir
„Leiðinni" upp að Munaðarnesi og vissum hvað var að varast.
Þungt brot var á báðum boðunum, einkum Flatskelluboðanum,
sem er landmegin við Leiðina. Og inn úr sundinu börðum við
vandræðalaust. Boðarnir lágu niðri meðan við mörðum inn milli
þeirra. Eftir þetta var leið okkar greið upp í lendinguna á Munað-
arnesi, þó nokkuð hvasst væri orðið.
Þegar við fórum að nálgast Leiðina inn sundið, veittum við því
athygli að mikil mannaferð var á hlaðinu á Munaðarnesi, eins og
til að fylgjast með för okkar. En við máttum ekki gefa því mikinn
gaum svo fast sem við urðum að sækja róðurinn. Og þegar við
náðum lendiugu stóð hópur manna í fjörunni að taka á móti
bátnum um leið og við lentum. Víkingurinn, Guðmundur Gísli
Jónsson, var þar í broddi fylkingar og óð út í sjóinn á móti bátnum
og kippti í hann þar til hann stóð. Voru þá höfð snör handtök. Allt
var tekið upp úr bátnum og hann settur á þurrt. Við höfðum náð
landi heilu og höldnu þrátt fyrir nokkra tvísýnu um stund.
En það skipti heldur engum togum. Um leið og við lentum hvessti
mikið út af fjörðunum, Ingólfsfirði og Ófeigsfirði og varð gufu-
rok. Um ekkert var annað að ræða en bíða þess að veðrið gengi
82