Strandapósturinn - 01.06.1991, Page 88
inni tókst ekki að fæða þenn-
an frumburð sinn á eðlilegan
hátt. Það var ljósmóðurlaust í
hreppnum, en stúlka var að
læra þau fræði og starfaði síð-
an við fæðingarhjálp í mörg
ár.
Svo vel var þó hreppurinn
settur í þá daga að læknir bjó á
Kúvíkum, sem var verslunar-
staður, hét hann Kristmun-
dur Guðjónsson.
Þegar læknirinn kom og
skoðaði konuna sagði hann
manni hennar, að hann muni
geta bjargað móðurinni, en
ekki barninu. Þá bað Hallbert
hann að gera allt sem hann gæti fyrir konu sína.
Maður að nafni Magnús Elíasson var sendur norður að Kúvík-
um eftir töngum, sög og fleiru er lækninn vanhagaði urn.
Margbýli var í Veiðileysu og nóg af fólki til að hjálpa, en allt
óvant.
Ólöf Sveinsdóttir og Þorlákur Guðbrandsson buðu sig fram, þó
að þau hefðu aldrei verið við svæfingu. Þórarinn Guðmundsson
frá Finnbogastöðum var staddur þarna og vann að plægingum.
Þegar hann frétti hvernig ástatt var, bauðst hann strax til að svæfa
konuna, en hann var búfræðingur frá Hólum og þar var þeim
kennt að svæfa. Reynsla hans í þeim efnum var þó ekki meir en
það að hafa einu sinni svæft hest.
Allt sem til þurfti við aðgerðina var sett í vaskafat, öðru hvolft
yfir og þetta soðið vel til sótthreinsunar.
Guðbrandur Guðbrandsson smíðaði hníf úr bróderskærum,
svarf þau til eftir tilsögn Kristmundar og svo var skorið fyrir með
honum svo læknirinn kærni söginni að.
Var nú konan svæfð, lífteinið sagað sundur og barnið tekið
með töngurn. Það var líflítið en tók fljótt við sér. Eg var þrettán ára
86