Strandapósturinn - 01.06.1991, Page 89
og svaf í næsta herbergi.
Kristmundur henti barninu
óþvegnu upp fyrir mig með
þeim orðum, að þau mundu
líklega fleiri eiga eftir að
velgja holuna mína. Má segja
að þar hafi hann orðið sann-
spár, því fimmtán urðu börn-
in sem ég eignaðist.
Alla nóttina voru þau yfir
konunni. Þrýstitöng var not-
uð til að glenna sundur grind-
ina, sem var bæði skökk og
þröng.
Læknirinn fékk lambsbein,
lagaði það til, vafði það með
ullarlagði, kom því fyrir í
skurði grindarinnar og gekk frá sárinu. Tekið skal frarn, að áður
hafði kerinn verið þveginn vel og sótthreinsaður með suðu.
Varð konan að liggja á bakinu í sex vikur meðan hún var að
jafna sig.
Eftir þann tírna mátti hún fara að hreyfa sig og heilsaðist vel,
einnig litla drengnum sem skírður var Ingibjörn.
Þessi hjón áttu eftir að eiga fjóra syni í viðbót og gengu þær
fæðingar í alla staði vel.
Þegar Kristmundur læknir var unglingur, dreymdi hann að til
hans kom rnaður og bað hann að korna með sér og hjálpa konu
sinni í barnsnauð. Gerði hann eins og maðurinn bað og gekk allt
að óskum. En konan sagði honum að hún gæti ekki launað honum
með öðru en því, að ekki skyldi hann missa neina konu við fæð-
ingu, en þegar að því kæmi, ætti hann sjálfur ekki eftir langt
ólifað.
Síðasta konan sem hann tók á móti barni hjá var íngibjörg
Jónsdóttir í Veiðileysu kona Guðbrands Guðbrandssonar. Var
barnið dáið áður en að fæðingu kom, náði hann því, en konunni
blæddi út vegna æxlis sem óx við hrygginn.
Ingibjörn Hallbertsson.
87