Strandapósturinn - 01.06.1991, Qupperneq 97
Björk Ingimundardóttir:
Frá Þjóðskjalasafni
Islands
Flestir þekkja það helst til Þjóðskjalasafns íslands, að þar eru
varðveittar ættfræðiheimildir, manntöl, prestsþjónustubækur og
sóknarmanntöl. Margir vita það einnig, að Þjóðskjalasafn á að
taka á móti og varðveita skjöl opinberra embætta og stofnana. En
færri mun það ljóst, að skylda safnsins er að hafa eftirlit með
skjalavörslu þessara aðila, gefa þeirn ráð og jafnframt kalla eftir
skjölum, sem orðin eru skilaskyld, en skilaskylda miðast við 30 ára
aldur.
Þjóðskjalasafn tekur einnig móti skjölum frá öðrum aðilum,
fyrirtækjum ríkisins, félagasamtökum og félögum, sem styrkt eru
af ríkinu að miklu leyti. Þá tekur safnið við skjölum einstaklinga,
félaga og fyrirtækja, sem ekki eru skilaskyld en talin hafa gildi sem
sögulegar og félagslegar heimildir.
Því er það svo, að safnið varðveitir hinar fjölbreytilegustu heirn-
ildir um samfélagið og það mannlíf, sem lifað hefur verið á Is-
landi, enda gestkvæmt þar, ekki síst af þeim, sem fást við ættfræði
og byggðasögu.
Héraðsskjalasöfn hafa verið stofnuð víða um land, sem taka á
rnóti skjalasöfnum bæjarfélaga, sýslufélaga og hreppsfélaga á við-
komandi svæði. Þau varðveita á sambærilegan hátt við Þjóðskjala-
safn skjalasöfn opinberra nefnda, sem starfað hafa á viðkomandi
svæði, og félaga og félagasamtaka, sem fá meiri hluta rekstrarfjár
með fjárlögum eða njóta verulegs styrks af opinberu fé. Héraðs-
skjalasöfnin hafa því tekið við starfsemi Þjóðskjalasafns á viðkorn-
andi svæði, en þar, sem engin héraðsskjalasöfn hafa verið stofnuð,
er skilaskylda til Þjóðskjalasafns Islands í fullu gildi.
95