Strandapósturinn - 01.06.1991, Blaðsíða 100
Árnesdal. Hef ég heyrt hann stundum kenndan við Dalkot (Björn
í Dalkoti), en hans velmektardagar í Árneshreppi voru meðan
hann bjó í Bæ.
Fyrstu árin bjuggu þau á móti móður Friðriks í Drangavík en
síðan ein á allri jörðinni. Þau áttu ellefu börn og voru fimm þeirra
látin þegar Guðbjörg lést af barnsförum. En þá höfðu þau verið 17
ár í hjónabandi.
Fátæk munu þau hafa verið alla tíð, enda var Drangavík fremur
ltarðbýl og erfið jörð, jafnvel þó miðað sé við þá tíma þegar hvert
kot var í byggð. Hefur eflaust þurft hvoru tveggja, útsjónasemi og
harðfylgi til að framfleyta mannmörgu heimili á öðru eins rýrðar-
koti og Drangavík var. Heimilisfólk var að jafnaði 10-15 manns.
Sem dæmi má nefna að 1883 eru 15 rnanns heimilisfastir í
Drangavík. Sjö þeirra eru börn. Tvö eiga hjónin, þrjú eru töku-
börn og tvö af öðrum ástæðum. Þá er þar einnig bróðir Friðriks og
þrjár systur hans. Þau eru sögð vinnuhjú auk móður hans og
systur Guðbjargar sem sögð er húskona (með dóttur sína unga).
Svo virðist sem frændrækni hafi verið mikil og vilji til að hjálpa
munaðarlausum börnum, þótt efni hafi verið af skornum
skammti.
Varðveist hefur í handriti líkræða sem flutt var við jarðarför
Guðbjargar. Líkræðan er ekki undirrituð, en víst má telja að hún
sé eftir séra Eyjólf Jónsson þá þjónandi prest í Árnesi. Þar segir
m.a.: „Þessi framliðna var af guði gædd miklum og góðum hæfi-
leikum og gróf eigi heldur það pund er henni var fengið að ávaxta
í jörðu og því þótti það sæti sem hún sat svo vel skipað fyrir flestra
hluta sakir ... Hún var mikil greindar kona. ... Heimili sínu veitti
hún góða forstöðu þó hún ætti oft við fátækt að búa og aldrei lét
hún hugfallast."
Eftir lát konu sinnar bjó Friðrik áfram í Drangavík. Ráðskona
hjá honum var systir Guðbjargar, sem fyrr er nefnd, Sigríður
Björnsdóttir, en hún var ekkja með dóttur sína, eins og áður er
sagt.
Friðrik lést 1905 og að honum látnum er þess getið í hreppsbók-
um að ef nahagur hafi verið góður og erflngjar hans taldir upp, en
þeir voru börn hans sex sem upp komust.
98