Strandapósturinn - 01.06.1991, Blaðsíða 101
Af þessu má ráða, að þrátt fyrir áföll, rnissi barna og konu,
hefur honum tekist að halda saman heimili sínu og komast úr
mestu fátæktinni. En alltítt var í þá daga að slík heimili væru leyst
upp og fjölskyldunni tvístrað. Þess ber þó að geta að tvö börn
þeirra ólust upp annars staðar. Sigríður fór í Skjaldarvík sex ára
(um 1884) til Hallvarðs föðurbróður síns og konu hans Sigríðar
Dagsdóttur og Pétur fór við lát rnóður sinnar að Dröngum til
Guðmundar Péturssonar og Jakobínu Eiríksdóttur.
Sagt er að Friðrik hafi stundum verið heldur óþjáll í orðum og
þá gjarnan svarað fyrir sig á eftirminnilegan hátt.
Af því, sem hér hefur verið rakið, má draga þá ályktun að
hvorugt þeirra hafi látið bág kjör og andstreymi buga sig.
Börn þeirra sem upp komust voru:
Jóhannes Sigurður, fæddur 1875 og dáinn 1907. Okvæntur og
barnlaus. Sigríður Guðrún, fædd 1878 og dáin 1976. Giftist Berg-
sveini Sveinssyni. Þau áttu 12 börn sem upp komust. Guðfinna,
fædd 1883 og dáin 1908. Ógift og barnlaus. Einar, fæddur 1885 og
dáinn 1972. Kvæntist Lárusínu Lárusdóttur Fjelsted. Þau áttu
ekki börn, en Einar átti barn fyrir hjónaband með Halldóru
Sigríði Árnadóttur. Pétur, fæddur 1887 og dáinn 1979. Kvæntist
Sigríði Elínu Jónsdóttur. Þau áttu sex börn sem upp komust.
Guðbjörg, fædd 1889 og dáin 1979. Giftist Magnúsi Hólm Árna-
syni. Þau áttu ekki börn en tóku eitt kjörbarn.
í hreppsskilabókum Árneshrepps er skýrsla um búnaðar-
ástandið í hreppnum árið 1905. Þar er lilgreind búpeningseign
bænda og húsfólks. Peningseign dánarbús Friðriks Jóhannesson-
ar í Drangavík er þar skráð: Tvær kýr, tólf ær með lömbum, ellefu
ær geldar, tuttugu sauðir, tólf gemlingar og tveir hestar fjögurra
vetra og eldri. Heyöflun þetta ár var 15 hestar af töðu og 80 hestar
útheys.
Tilgreind eru 37 býli í skýrslunni. Húsfólk er þá ekki meðtalið.
Sé bústofnseign dánarbúsins borin saman við peningseign býl-
anna, er búið í Drangavík nokkuð yfir meðallagi.
Sauðljáreign bændanna 37 var 1415 kindur og húsfólks 121
kind eða alls 1536 í hreppnum. Flest fé var í Ófeigsfirði hjá
Guðmundi Péturssyni eða 157 kindur. Næstur var nafni hans og
99