Strandapósturinn - 01.06.1991, Blaðsíða 112
kolsvartur þokubakki, þannig að auðséð var að norðan hvassviðri
var yfirvofandi. Hertum við nú lóðadráttinn sem mest við mátt-
um. En stormurinn nálgaðist okkur óðfluga og þegar við vorum
um það bil hálfnaðir að draga var tekið að hvessa og það sem verra
var, það var farið að skjóta í vondri báru, sem braut úr og gat verið
viðsjárvert ef ekki var látið horfa beint í báruna í andófinu.
En þótt útlitið væri ekki bjart héldum við stöðugt áfrarn, því að
við vildum ekki yíirgefa lóðirnar fyrr en í fulla hnefana. Og
þannig saxaði Freyja hverja báruna af annarri meðan Rúni dró
lóðina fet fyrir fet, en ég goggaði fiskinn og gætti að vél og stýri.
Og þó ótrúlegt megi virðast heppnaðist okkur að ná inn öllum
lóðunum, en þá var líka komið bráðhvasst veður af norð-austri og
stórsjór. Það var því ekki vandalaust að snúa bátnum undan
veðrinu þannig að hægt væri að hefja heimförina, því að bátar
þola illa að fá vonda báru á hliðina, þótt stærri væru en skelin
okkar Rúna. En þetta tókst þó vel með aðgætni og Guðshjálp, en
litlu mátti muna að illa færi. Þá var haldið undan veðrinu og
stefnan tekin á Smáhamra. En það var of snemmt að hrósa happi.
Við vorum hvergi nærri hólpnir. Öldurótið var ægilegt og veður-
ofsinn slíkur að mér leist satt að segja ekki á blikuna, enda varð
mér að orði, svona með sjálfum mér: Guð minn góður. Hvernig á
ég að geta varið þennan litla bát í svona stórsjó? En um það þýddi
ekki að hafa neinar vangaveltur, — gera bara það besta, sem
maður megnaði. Svo varð hamingjan að ráða ferðalokum. Eg hef
aldrei, hvorki fyrr né síðar, lent í öðrum eins stórsjó á smábát og
hef ég þó margoft fengið vont veður sem gefur að skilja eftir öll
þessi ár. Og þó ég hafi fengið vestanrok hér á firðinum og orðið að
hleypa yfir á Selströnd í krappri báru þá ber ég það ekki saman við
þá brotsjóa sem þarna byltust áfram allt í kring um okkur.
Lífsvon okkar var bundin við að forðast þær bárur sem hol-
brutu. Og þó það gæti sem vonlegt er orðið krókótt leið, þá var það
eina úrræðið undir þessum kringumstæðum. Þegar við sáum, að
bára framundan hafði brotnað reyndum við að komast í það far,
sem aldan hafði brotið, því að þá var sléttari sjór þar fáein augna-
blik eins og allir þekkja, sem sjómennsku eru kunnugir. Okkur
skilaði vel áfram enda var undan veðrinu að fara. Eg var ýmist að
110