Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1991, Blaðsíða 112

Strandapósturinn - 01.06.1991, Blaðsíða 112
kolsvartur þokubakki, þannig að auðséð var að norðan hvassviðri var yfirvofandi. Hertum við nú lóðadráttinn sem mest við mátt- um. En stormurinn nálgaðist okkur óðfluga og þegar við vorum um það bil hálfnaðir að draga var tekið að hvessa og það sem verra var, það var farið að skjóta í vondri báru, sem braut úr og gat verið viðsjárvert ef ekki var látið horfa beint í báruna í andófinu. En þótt útlitið væri ekki bjart héldum við stöðugt áfrarn, því að við vildum ekki yíirgefa lóðirnar fyrr en í fulla hnefana. Og þannig saxaði Freyja hverja báruna af annarri meðan Rúni dró lóðina fet fyrir fet, en ég goggaði fiskinn og gætti að vél og stýri. Og þó ótrúlegt megi virðast heppnaðist okkur að ná inn öllum lóðunum, en þá var líka komið bráðhvasst veður af norð-austri og stórsjór. Það var því ekki vandalaust að snúa bátnum undan veðrinu þannig að hægt væri að hefja heimförina, því að bátar þola illa að fá vonda báru á hliðina, þótt stærri væru en skelin okkar Rúna. En þetta tókst þó vel með aðgætni og Guðshjálp, en litlu mátti muna að illa færi. Þá var haldið undan veðrinu og stefnan tekin á Smáhamra. En það var of snemmt að hrósa happi. Við vorum hvergi nærri hólpnir. Öldurótið var ægilegt og veður- ofsinn slíkur að mér leist satt að segja ekki á blikuna, enda varð mér að orði, svona með sjálfum mér: Guð minn góður. Hvernig á ég að geta varið þennan litla bát í svona stórsjó? En um það þýddi ekki að hafa neinar vangaveltur, — gera bara það besta, sem maður megnaði. Svo varð hamingjan að ráða ferðalokum. Eg hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, lent í öðrum eins stórsjó á smábát og hef ég þó margoft fengið vont veður sem gefur að skilja eftir öll þessi ár. Og þó ég hafi fengið vestanrok hér á firðinum og orðið að hleypa yfir á Selströnd í krappri báru þá ber ég það ekki saman við þá brotsjóa sem þarna byltust áfram allt í kring um okkur. Lífsvon okkar var bundin við að forðast þær bárur sem hol- brutu. Og þó það gæti sem vonlegt er orðið krókótt leið, þá var það eina úrræðið undir þessum kringumstæðum. Þegar við sáum, að bára framundan hafði brotnað reyndum við að komast í það far, sem aldan hafði brotið, því að þá var sléttari sjór þar fáein augna- blik eins og allir þekkja, sem sjómennsku eru kunnugir. Okkur skilaði vel áfram enda var undan veðrinu að fara. Eg var ýmist að 110
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.