Strandapósturinn - 01.06.1991, Page 116
Formáli
122. árg. Strandapóstsins er fróðleg grein eftir Gísla Jónatansson urn
sjósókn bœnda í Kirkjubólshreppi áfyrstu áratugum þessarar aldar. Þar
kemur fram, að árabátaútgerð var þá almenn, þannig að heita mátti að
róið vœri til fiskjar frá hverjum bce og lifað að jöfnu á gceðum lands og
sjávar. Þessi grein Gísla ber heitið: Breyttir búshaparhœttir. Þegar at-
vinnuhœttir taka miklum breytingum fellur margt í djúp gleymskunnar.
Því varþað, að égfór þess á leit við Gísla, að hann tceki saman stuttyfirlit
um helstu fiskimið Tungusveitunga, sem sótt var til á fyrri árum. Hann
tók beiðni minni vinsamlega ogsendi Strandapóstinum eftirfarandiyfirlit
um fiskimið við Steingrímsfjörð sunnanverðan og nærliggjandi mið á
Húnaflóa, sem Tungusveitungar sóttu til meðan sjósókn var stunduð af
þeim á fyrrnefndum tíma. Þótt yfirlitið sé ekki tcemandi er það góður
viðauki við samantekt Jóhannesar Jónssonar frá Asparvík um fiskimið á
vestanverðum Húnaflóa, er birtist í 6. árg. Strandapóstsins og ritgerð
Hauks Jóhannessonar um forn fiskimið í Arneshreppi, sem prentuð er í
24. árg. sama rits. Strandapósturinn tekur með þökkum öllum viðbótum
og upþlýsingum á þessu sviði sem öðrum.
Torfi Guðbrandsson
Gísli Jónatansson í Naustavík:
Nokkur fiskimið á
Steingrímsfirði og
Húnaflóa
I elli minni ætla ég nú að gamni mínu að rifja upp nöfn þeirra
fiskimiða á Steingrímsfirði sunnanverðum, sem mér eru enn í
minni og veiðivon var bundin við forðum daga, eftir hinar árvissu
fiskigöngur inn í Húnaflóa. I aðalatriðum verða miðin rakin frá
vestri til austurs:
1. Brúnin var fiskimið á móts við Húsavík. Fjarlægð frá landi var
fundin með því að láta Hvalsárhöfðann bera í Kárhöfnina.
114