Strandapósturinn - 01.06.1991, Blaðsíða 117
„Brúnin“, þar sem dýpið óx skyndilega, lá þannig meðfram
strandlengjunni.
2. Jónsáll. Fram af Fíeiðarbæ er áll framan frá brún og um það
bil hálfa leið til lands eftir miðinu: gamla bæinn ber í Grófar-
lækinn. Hann er nefndur Jónsáll eftir Jóni Jónssyni f. 1795,
er lengi bjó í Miðdalsgröf (Sögn móður minnar og fleiri sem
til þekktu.) Við ytri barm Jónsáls er hraunoddi, sem ég heyrði
nefndan Oddagrunn. Þar var mjög fiskisælt ef fiskreyta var,
en þar voru líka rniklar festur og er það nú aldrei vinsælt hjá
sjómönnum.
3. Hraunið er fiskimið undan bænum Heydalsá frammi við
brún, nokkrar lóðalengdir í átt til lands. Ef byrjað er að leggja
að innanverðu þá á Klúkubungan að vera framantil við Tind-
inn, sem er klettabelti uppi við brúnina fyrir ofan bæinn Tind
í Miðdal. Þegar Klúkubungan er komin að sjá út í Náttmála-
geira, sem er þar fyrir utan klettana þá er komið út fyrir
Hraunið. Þarna eins og annars staðar þar sem hraun eru, var
oft góður reytingur.
4. Hagamið eru þar sem Geitafellið ber í Hagana á innanverð-
um Smáhamrahálsi.
5. Doggamið liggja inn og fram af Smáhömrum. Þar var lagt
fyrir hákarl á árum áður. Doggur var annað nafn á þeirri
skepnu. Þegar farið er fram frá Smáhömrum þá er komið í
fullt dýpi þegar Ennishöfðinn sést, og ef farið er eftir búninni
þá á Húsadalinn í Heiðarbæ að bera yfir Kárhöfnina.
6. Tangar. Innri-Tangar nefnist mið þar sem tangana austan á
Grímsey ber við Bjarnarnestanga, en Ytri-Tangar þegar
Bjarnarnestanga ber í bæinn á Eyjum.
7. Hnúfur nefnist miðið þegar smáar mishæðir heimst í fjallinu,
sem er á milli Kollafjarðar og Broddadals, sjást koma frarn
undan Hvalsárhöfðanum. Tangar og Hnúfur liggja fyrir
mynni Steingrímsfjarðar. Eftirtalin mið liggja utar, þ.e. á
Húnaflóa.
8. Klakkdjúp. Ef róið er áfram austur er komið út í Klakkdjúp
þegar Klakkurinn, fjallið fyrir botni Kollaljarðar kemur fram
undan Hvalsárhöfðanum.
115