Strandapósturinn - 01.06.1991, Page 123
mestu uppkomin. Þau hjón voru fátæk nijög. Þar fengum við
hinar ágætustu móttökur. Öll föt voru samfrosin á okkur. Eg var
hvergi kalinn nema á báðum úlnliðum, þar sem hlánað höfðu
sundur jakkaermar og vettlingar. En á Andrési voru sokkar
freðnir við fæturna. Varð hann að sitja langan tíma í klakavatni
meðan fæturnir voru að þiðna og ekki fór að færast líf í þá fyrr en
klukkan var orðin eitt um nóttina og allan þann tíma varð hann að
sitja í ísvatni. Á eftir stokkbólgnuðu svo fæturnir uppfyrir ökla, en
fyrir hina ágætu aðhlynningu dró bólguna fljótt úr aftur.
Eftir þrjá daga fór hann að klæðast aftur og stíga í fæturna. Ég
var dálítið kalinn á úlnliðunum. Ég þíddi það með snjó. Þeir hlupu
upp í blöðrur og voru ekki að fullu grónir fyrr en eftir mánuð.
Þarna dvöldum við í átta daga við hið ágætasta atlæti. Á miðviku-
daginn fyrir skírdag kom hópur manna úr Kaldrananeshreppi
fram í Staðardal, gistu þeir í Hólum, Kirkjubóli og Aratungu.
Vildi Andrés þá að við slæjumst í för með þeim. Voru þó fætur
hans lítt til ferða fallnir þó talsvert væri farið að setjast að kalsár-
unum. Voru honum gerðir stórir skór úr sauðskinni og fæturnir
reifaðir eftir föngum.
Á skírdagsmorgun komu svo 16 menn að Kleppustöðum. Þá var
bjart og gott veður, logn og glaða sólskin. Kviðu margir fyrir
snjóbirtunni á heiðinni, en ekki var ég einn af þeirn, því kærastan
mín hafði einmitt búið migút til að verjast snjóbirtunni með því að
gefa mér áður en ég fór að heiman silkislör til að hafa fyrir
andlitinu. Man ég að rnargir öfunduðu mig af þeirri gersemi í
þessari ferð sem nú var byrjuð en ekki enduð. Áður en við fórum
frá Kleppustöðum báðurn við hjónin að setja upp fyrir dvöl okkar
þar og aðhlynningu sem þau höfðu veitt okkur, en við það var ekki
komandi. Þau vildu ekki heyra neitt slíkt nefnt. Þökkuðum við þá
fyrir okkur og kvöddum svo þetta góða fólk, síðan hélt hópurinn
af stað. Okkur gekk ágætlega vestur yfir heiðina. Þeir sem ætluðu
út á Snæfjallaströnd skildu við okkur um miðja heiðina og fóru
þeir niður að Lágadal. Voru það 4 menn. Hinir 14 héldu eftir
Langadal og að Arngerðareyri um kvöldið. Þegar við komum
þangað fréttum við að ísafjarðardjúp væri fullt af hafís og engar
121