Strandapósturinn - 01.06.1991, Síða 128
þá aðalhöfn sýslunnar. Hér getur verið um kort það að ræða, sem
prentað er á opnunni. Það mun teiknað af sr. Hjalta Þorsteinssyni
í Vatnsfirði (1665—1754) eðajóni biskupi Árnasyni (1665—1743),
en sr. Jón hélt Stað í Steingrímsfirði alllengi áður en hann varð
biskup, nema báðir séu höfundar þess. Sr. Hjalti var kunnasti
myndlistarmaður á íslandi á fyrri hluta 18. aldar, teiknaði meðal
annars kort af Vestfjörðum og gerði þekkta mynd af Árna Magn-
ússyni handritasafnara. Jón biskup hafði kynnt sér kortagerð.
Hann getur uppdráttar af Strandasýslu í tveimur bréfum til sr.
Hjalta, dagsettum 9. september 1725 og 22. febrúar 1726, og
kveðst hafa sent sr. Hjalta þennan uppdrátt til athugunar. Freist-
andi væri að ætla það vera sama uppdráttinn og hér birtist, en dr.
Haraldur Sigurðsson kveður rithöndina á honum þó ekki vera
rithönd sr. Hjalta.
HRÚTAFJÖRÐUR og BITRUFJÖRÐUR. Borðeyri varð löggilt-
ur verslunarstaður 1846, og mun kortið tengjast þeim atburði.
Það er teiknað af Ólafi Gíslasyni, hafnsögumanni á Kolbeinsá
(1809—1889), en um hann geta menn fræðst í Strandamönnum sr.
Jóns Guðnasonar (bls. 118) og Þjóðháttum og ævisögum frá 19. öld
eftir Finn Jónsson frá Kjörseyri (bls. 202-210). Kortið sýnir alla
bæi við Hrútafjörð og Bitrufjörð og helstu fjallvegi að vestanverð-
um Hrútafírði. Kortið hefur þó einkum verið ætlað skipstjórnar-
mönnum, svo sem ráða má af eftirfarandi áletrun í hægra horni
þess:
„Kort yfír Hrútafjörð eptir Ó. Gíslason (helmingi stærra en
leutinanta sjókortin). Allir punktar í sjónum tákna sker, og þar
sem þakið er, er ófær sjóleið vegna grynnsla. Tölurnar merkja
dýpið í faðmatali.“
Með orðunum „leutinanta sjókortin" vísar Ólafur Gíslason til
sjókorta, sem byggð eru á mælingum, er norsku sjóliðsforingjarn-
ir Ohlsen og Aanum hófu árið 1801. Fleiri sjóliðsforingjar áttu
eftir að vinna að því verki að kortleggja íslandsstrendur, Frisak,
Scheel og Wetlesen. Mælingunum lauk árið 1818.
126