Strandapósturinn - 01.06.1991, Síða 138
Suður
Frostharkan hélst og fjörðurinn hélt áfram að vera falinn undir
ísþykkni svo hvergi sást í auðan sjó. Læknirinn hafði samband við
móður drengsins og sagði henni, að hann þyrfti að senda dreng-
inn suður til meðferðar svo fljótt sem skip færu að ganga. Ekki
voru tök á öðru en að móðirin færi með hann suður. Það var ekki
talið tilhlýðilegt að senda fjögra ára barn með strandferðaskipi eitt
síns liðs svo langa leið. En áður en þetta gat orðið varð þessum
fimbulvetri að linna. Þegar langt var liðið að vori fékk móðir
drengsins orðsendingu að korna, nú væri von á skipi og ísinn að
mestu farinn.
Móðirin kom en heilsa drengsins fór heldur versnandi. Hún var
því uggandi um velferð þessa litla sonar síns, hvort þetta ætti að
verða hans síðasta ferð. I því hugarástandi leitaði hún svara hjá
lækninum, hvort þetta væri vonleysi eitt saman og hann mundi
ekki lifa þetta af.
Læknirinn var reyndur og á þeirra tíma mælikvarða góður
læknir. Hann sagði móðurinni, að drengurinn væri að vísu rnikið
veikur, en kæmist hann fljótlega í rétta meðhöndlun kviði hann
ekki því að batinn kæmi. Og svo skrítið sem það er spáði læknirinn
yfir þessu veika barni, að það væri sín trú, að hann næði háum
aldri. Fæstum hefði dottið í hug á þeirri stundu að sú spá ætti eftir
að rætast.
Strandferðaskipið Sterling kom og litli drengurinn var fluttur í
sjúkrakörfu á bát út í skipið. Aðbúnaðurinn á skipinu mátti heita
sæmilegur. Móðirin fékk sæmilegan svefnklefa með tveim kojum.
En lítið tilhlökkunarefni var að veltast í 4—5 daga með þessum
hægfara dalli, þar til suður kæmi. A meðan Sterling öslaði öldur
Atlantshafsins lá litli drengurinn í koju sinni alls óvitandi um
framvindu alla. Honum var það nægjanlegt að vita af mömrnu
sinni við hlið sér. Hann þurfti ekkert annað, og vildi ekki neitt
annað. Mjúku hendurnar hennar þekkti hann og þeim var óhætt
að treysta, snertu þær hann, leið honum betur. Honum var aðeins
lilýtt til tveggja annarra kvenna á aldur við móður hans. Önnur
var húsmóðirin á bænum sem hann átti heima á, einstaklega góð
136