Strandapósturinn - 01.06.1991, Blaðsíða 140
settur niður í rúm úr járni, líkast fuglabúri, með þéttum möskv-
um, lágum göflum og lítt lægri hliðum. Annarri hliðinni var hægt
að renna niður, meðan þurfti að sinna þeim sem í rúminu var.
Eins og á stóð hefði ekki þurft háa gafla eða þaðan af síður
hliðar til að hindra að litli drengurinn færi út úr rúminu, svo
veikur sem hann var. Hér var hann korninn á áfangastað til að
dveljast lengur eða skemur. Það gerði hann sér öngva grein fyrir.
Veikindin höfðu við ferðina heldur færst í aukana. og ekki var það
til að lyfta huganum að vera korninn í nýtt umhverfl, alls ólíku
þeirri baðstofumenningu sem áður ól hann. Það var ekki laust við
að kvíði legðist að honum yfir öllu þessu sem hann sá, þótt veikur
og rúmliggjandi væri.
Þegar að kvöldi leið þessa fyrsta dags í þessu stóra hvíta húsi,
varð það að ráði, að móðir hans færi ekki fyrr en hann væri
sofnaður. Hún hafði setið við rúm hans frá því hann var í það
lagður.
Á eðlilegum tíma fer litli drengurinn að verða syfjaður, enda
þreyttur eftir allt hnjaskið og ferðina. Móðir hans raular við hann
lag sem hún vissi að kom honum vel og kunnuglega fyrir, svo oft
sem hún hafði það gjört, og innan stundar var hann sofnaður.
Góð stund líður, móðirin situr við rúmið biðjandi þess að barnið
festi vel svefninn. Eftir að hafa signt yflr sofandi barnið og beðið
þann guð fyrir það, sem hún svo oft áður treysti fyrir velferð
barna sinna,gengur hún hljóðlega út úr stofunni. Eitthvað í móð-
ureðlinu sagði henni að fljótlega aftur sæi hún litla drenginn sinn.
Tveim stundum eftir að móðirin yfirgaf barnið vaknar það, var þá
skuggsýnt í stofunni. Litli drengurinn skimar urn sem hann getur
en sér ekki móður sína, hún er ekki þar sem hún var áður. Óljós
grunur læðist að honum og hann kallar með veikum rómi á
niömmu sína, en ekkert svar, — aðeins þrúgandi þögnin frá
myrkum veggjunum, og í því braust gráturinn fram, — með
öllum þeim söknuði og trega sem rúmast gat í þessurn veika
líkama. Gráthljóðin heyrðust ekki eingöngu um stofuna heldur
frarn á gang og líka í næstu stofur. Eftir góða stund kom hvítklædd
kona inn að rúrni litla drengsins. Augnablik sljákkaði gráturinn,
meðan drengurinn leit á konuna, — en hann sá að þetta var ekki
138