Strandapósturinn - 01.06.1991, Blaðsíða 142
önnur börn eiga, hann var burtkallaður af þessum heimi fyrir
hans minni. Öll hans væntumþykja hafði beinst að þremur konum
sem komið höfðu við hans sögu. Það var honum allt. Allir þar fyrir
utan komu honunr ekki við. I augum hans blikuðu ekki tár.
Kirtlarnir sem því stýrðu virtust þornaðir. Eftir þessa nótt grét
hann aldrei hvað sem fyrir kom, utan þess eins að við mikinn
sársauka kveinkaði hann sér á sérstakan hátt. Eftir þetta kvartaði
hann ekki við nokkurn mann. Væri eitthvað að, lét hann það
ósagt, talaði fátt, treysti öngvum.
Stuttu eftir að móðir hans fór heimleiðis versnaði litla drengn-
um og lá hann fárveikur langan tíma, var honum þá vart hugað líf
umfram sólarhring í einu.
Þegar lék á bláþræði hvoru megin grafar þessi hrjáði líkami
mundi verða í framtíðinni, fór að gæta spádómsorða Iæknisins
heirna. Svo fór að blómamegin við moldina ætlaði hann sér að vera
áfram. Þegar hægt var að koma við réttum lækningatækjum eftir
mestu veikindin fór bati í hönd, fyrst hægt en örugglega. Og að ári
liðnu var hann svo hamingjusamur að mega yfirgefa þennan
leiðinlega stað. Ahrifanna frá þessu eina ári gætti meira í hug og
sinni, en mörgum þeirn næstu árum þar á eftir. Það bjó viss kali í
hans huga sem illa gekk að losna við, þótt ár liðu og rýrði það
þroska hans líkamlega sem andlega. Þar varð ekki bót á fyrr en að
löngum tíma liðnum.
I langan tíma skipti hann fólkinu sem í kringum hann var í gott
og vont fólk. Góða fólkið var fátt en það vonda margt. Við vonda
fólkið vildi hann ekki tala, en við það góða var hann opinskár.
Hann hafði frá upphafi notið meiri kærleika frá góðum konum,
þær voru því honum hugstæðari. Karlmenn vissi hann ekkert um,
hafði naumast þekkt þá og alls ekki af neinu góðu. Þeir höfðu
aldrei verið honum neitt.
Sál í litlum líkama nemur það fyrst og síðast, að hliðin sem að
honum snýr sé björt og hrein. Hann vissi og fann það á sér hvaða
mann þessi eða hinn hafði að geyma.
S.M.
140