Strandapósturinn - 01.06.1991, Side 143
Borðeyrarvist
Thors Jensen
(framhald) — Skrásett afValtý Stefánssyni
Með fjártökunni um haustið kynntist ég nýjum þætti í starfinu.
Skip hins enska fjárkaupmanns Slimeons, komu fleiri en eitt til
Borðeyrar þetta haust og tóku þar fé svo þúsundum skipti. Sumir
af þeim fjárhópum er í skipin fóru komu úr fjarlægum sveitiun.
Þar við bættist féð, sem lagt var inn í verzlanirnar. Fjártöku
Brydesverzlunar var hagað þannig, að verzlunin keypti ekki nema
kjötið, gærurnar og nokkuð af mörnum. En bændur tóku sjáflir
slátrið heim með sér. Fékk Sveinn verzlunarstjóri gilda bændur til
að fara um sveitirnar og kaupa fé fyrir verzlunina.
Fyrir haustkauptíð höfðu allir viðskiptamenn verzlunarinnar
fengið senda svonefnda „skuldaseðla“, þar sem gerð var grein
fyrir því, hvernig hagur þeirra stóð við verzlunina eftir vorkaup-
tíð. Gátu viðskiptamenn farið eftir því og séð, hve mikið fé þeir
þyrftu að leggja inn í verzlunina urn haustið, til þess að þeir yrðu
skuldlausir um árarnót, en það var hin algilda venja í þá daga,
nema gerður hefði verið sérstakur samningur um viðskiptin.
Sauðfjárslátrun fór að sjálfsögðu fram úti, því að sláturhús voru
engin í þá daga. Voru reistir gálgar á plássinu við verzlunarhúsin
og skrokkarnir hengdir óflegnir á gálgana. Þar voru þeir flegnir,
gæran breidd út undir hvern skrokk og innýflin síðan sett í gær-
una. Skrokkarnir voru síðan vandlega þvegnir. Síðan voru þeir
stórhöggnir, hver skrokkur í fjórðuparta, og kjötið saltað niður í
tunnur í kjallaranum, sem var undir verzlunarhúsinu. Hafði Gísli
bóndi á Fossi þann starfa á hendi að höggva kjötið og ganga frá
söltuninni.
141