Strandapósturinn - 01.06.1991, Blaðsíða 144
Margt fólk kom til Borðeyrar til þess að vinna við slátrunina
fyrir verzlanirnar. Þar kynntist ég nýju fólki, og hafði af því bæði
gagn og ánægju.
A verzlunarsvæði Borðeyrar var mikil sauðaeign á þessum ár-
um. Var eftirsótt hið svonefnda Kleifafé, frá Kleifum í Bitru, er
þótti bæði vænna og ullarbetra en aðrir fjárstofnar. Sauðir voru
margir gamlir, að minnsta kosti þriggja til fimm vetra, þegar þeim
var slátrað. Var það almenn trú manna, að þeir leggðu sig tiltölu-
lega betur á staka árinu.
Ég man, að Brydesverzlun keypti einu sinni sauðahóp af Jakobi
frá Aðalbóli í Miðfirði. Hann flutti sig búferlum og seldi því alla
sauði sína. Þeir voru svo vænir, að kroppþungi margra þeirra var
70—80 pund, sá vænsti var 92 pund og þótti með afbrigðum.
I fyrstu haustkauptíð minni á Borðeyri jukust enn kynni mín af
hag viðskiptamanna Brydesverzlunar. Þá opnuðust augu mín
fyrir því, á hvaða grundvelli búskapur bænda og efnahagur stóð.
Það var hinn gangandi peningur, einkum sauðféð, þessir jarm-
andi fjárrekstrar, sem efni bænda fyrst og fremst byggðust á.
Fyrst í stað var mér þetta þó framandi og mér fannst það ekki
koma mér mikið við. En er leið á kauptíðina, hvarflaði það að mér,
að vel mætti svo fara, að ég gæti eignazt mikla fjárhópa, ekki síður
en aðrir menn í þessu landi. Það kom jafnvel fyrir, er ég lagðist
þreyttur fyrir til svefns í súðarherberginu í Brydeshúsi þetta haust
og kindajarmurinn frá deginum órnaði í eyrum mér, að þunga
fiðursængin mín breyttist, meðan ég var milli svefns og vöku, í
holt og hæðir, en niður eftir brekkunum þótti mér koma stórar
fjárbreiður, hver hópurinn af öðrum, og þótti mér sem ég ætti þá
alla. Vinur minn, Daníel á Þóroddsstöðum gaf mér fjallalamb,
fyrsta sumarið. Það var fyrsta stoðin, sem ég fékk hér á landi, til
þess að geta bjargazt upp á eigin spýtur. Atti ég í því sammerkt við
rnarga unglinga, er ólust upp í sveitinni. Fyrsta eign þeirra var
lamb, sem þeir fengu að gjöf frá foreldrum eða velunnurum. Af
öllum bændurn, sem ég kynntist þar í héraðinu, var Daníel mér
beztur. Hann fóðraði fyrir mig lambið, og síðan átti ég alltaf
nokkrar kindur, meðan ég var á Borðeyri, þó líklega aldrei fleiri
en 5.
142