Strandapósturinn - 01.06.1991, Page 145
Lamb þetta frá vini mínum
Daníel var fyrsti vísirinn að
sauðaeign minni, er átti fyrir
sér að eflast á næstu árum.
Brátt var mér orðið ljóst að
almenningur í sveitum lands-
ins ávaxtaði fé sitt með sauða-
eign. Því var það eðlilegt fyrir
mig útlendinginn, að taka
upp sömu aðferð og almennt
gerðist í sveitum, eftir því sem
fjárhagurinn leyfði.
Daníel var það líka, sem gaf
mér fyrsta gullpeninginn,
sem ég eignaðist. Hann sat
eitt sinn á skrifstofunni hjá
Sveini húsbónda mínum og
var að gera upp við hann viðskiptin, er mér varð gengið fram hjá
dyrunum. Daníel varð mín var, kallaði á mig og stakk að mér fO
króna gullpeningi. Kvaðst hann gefa mér þetta fyrir lipra af-
greiðslu í búðinni og fyrir það, hve fljótur ég hafi verið að læra
íslenzku.
Þóroddsstaðir voru rausnarheimili í hvívetna. Þangað kom ég
stax fyrst sumarið á Borðeyri og æ síðan. Þar var allt með myndar-
brag, einnig gleðskapurinn, ef því var að skipta. Daníel keypti
árlega brennivínsámu og hafði heim með sér. Hann innbyrti ekki
ámuna í bátinn, en reirði hana í reipum og hafði hana í eftirdragi
yfir fjörðinn.
Mér er minnisstætt eitt sinn, er áman var nýkomin yfirum, að
markaður var á Þóroddsstöðum og margt urn manninn. Hafði
ekki unnizt tími til þess að koma ámunni heim. Var hún því sett á
stokka í flæðarmálinu og brennivínið sótt í hana í fötu. Þótt svona
vel væri veitt á Þóroddsstöðum og Daníel bóndi hefði oft vín um
hönd, sá ég hann aldrei svo rnikið undir áhrifum áfengis, að orð
væri á gerandi eða það væri til nokkurra lýta á framkomu hans.
Valgerður kona Daníels var ágætiskona, og engu verri fyrir það
Thor Jensen. (Myndin er tekin ná-
lcegt aldamótum.)
143