Strandapósturinn - 01.06.1991, Qupperneq 146
í mínum augum eða annarra, þótt hún einstaka sinnum hefði
brennivínspela undir svuntunni sinni.
Nú gekk fyrsti veturinn minn á Borðeyri í garð, með frostum og
fannkomu. Haustönnum var lokið. Aðkomufólkið hvarf á brott
og eftir voru heimamenn einir á heimilunum tveimur á Borðeyr
artanga. Gestakomur urðu stijálar, lítið var að gera í verzluninni
og lífið allt fábreyttara en það hafði verið um sumarið og haustið.
Af verzlunarmönnum átti ég að vakna fyrstur á morgnana og
leggja í ofninn í búðarskrifstofunni. Atti þar að vera orðið heitt kl.
8, er bókhaldarinn kom. Bókhaldari verzlunarinnar þann vetur
var Jón Johnsen, stundum nefndur Ensku Johnsen. Við áttum
ekki skap saman.
Eftir lokunartíma á kvöldin varð ég að ganga frá í búðinni, taka
til í hillum, sópa gólfið og þurrka af borðinu. Gerði ég þetta ýmist
fyrir eða eftir kvöldmat, en að því loknu átti ég frí til að ganga um
plássið og skoða náttúruna eða lesa í rúminu, þangað til ég sofn-
aði.
Að haustkauptíð lokinni var farið að skrifa reikninga viðskipta-
mannanna. Skuldir þeirra voru mjög litlar um áramót. Upp úr
áramótum fór fram vörutalning.
Þennan vetur átti ég margar frístundir. Sat ég þá oft í lofther-
bergi mínu og las. Enginn var þar ofn til upphitunar, en ég var vel
klæddur og þoldi kuldann furðanlega. Þegar einhver kom til að
verzla og mín þurfti við í búðinni, var kallað á mig upp um
stigagatið.
Eg fór nú að kynnast hetjum Islendingasagna, bæði við lestur
og af umtali manna á rneðal, svo að hver einstakur sögukappanna
fékk ákveðna mynd fyrir hugskotssjónum mínum.
Fortíð og nútíð þjóðarinnar reyndust vera svo nátengdar í
hugum manna, að eðlilegt var, að höfðingjar héraðsins yrðu í
mínum augum réttbornir arftakar víkinga og stórhöfðingja á
söguöld. Enda voru margir þáverandi fyrirmenn héraðsins að-
sópsmiklir myndarmenn, svo sem sýslumaður Strandamanna Sig-
urður Sverrisson í Bæ, yfirvald Húnvetninga Lárus Blöndal að
Kornsá, séra Þorvaldur Bjarnason á Melstað, Jakob Thorarensen
kaupmaður á Reykjarfirði og margir fleiri. Eg þurfti ekki einu
144