Strandapósturinn - 01.06.1991, Síða 150
hann gaf gaum og batzt vináttu við þennan tíma sem hann dvald-
ist hér á landi. Hann sendi mér enskunámsbækurnar, og við
héldum áfram bréfaskiptum öll þau ár sem ég átti eftir að vera á
Borðeyri og lengur. Leið ekki á löngu, unz hann skrifaði mér
aftur og spurði, hvernig mér gengi námið. Varð ég að viður-
kenna, að mér sóttist það frekar seint, undir þeim erfiðu námsskil-
yrðum sem ég átti við að búa.
Vorið 1879 urðu bókhaldaraskipti við Brydesverzlun. Jón
Johnsen fór þaðan, og veit ég ekki nánara af honum að segja. Við
starfinu tók Torfi Thorgrímsen. Þeir Sveinn Guðmundsson
munu hafa verið kunningjar. Hafði Torfi verið verzlunarstjóri við
Clausensverzlun í Ólafsvík.
Sveinn lét byggja bæ fyrir Torfa á svonefndri Austureyri, út
með brekkunum fyrir norðan Borðeyrartangann. Var hann full-
gerður, er Torfi kom, og kostaði 1200 krónur. Var bær þessi
kallaður að Grund eða Grundarbærinn.
Torfi Thorgrímsen var ágætur bókhaldari, vandvirkur, en ekki
sérlega skjótvirkur. Lagði hann rneiri áherzlu á nákvæmnina og
fallegan frágang. Hjá Torfa lærði ég bókhald. Var það sú undir-
staða sem ég byggði á síðar á ævinni. Hann var ágætur leiðbein-
andi, skrifaði mjög skýra og fallega rithönd og krafðist þess af
mér, að ég gerði hið sama. Hafði ég fengið góðan undirbúning í
þeim efnum í skólanum, því að þar var kennd skrautskrift. Fór
alltaf vel á með okkur Torfa.
Sveini fannst stundum Torfa dveljast of lengi við máltíðirnar,
þegar hann fór heim að borða, og hafði orð á því við hann. Torfi
svaraði þá engu góðu til og var þetta viðkvæði hans. „Jeg tygger
min Mad, men sluger den ikke.“ Man ég, að mér þótti það ein-
kennilegt að íslenzkur maður eins og Torfi skyldi grípa svona til
dönskunnar í daglegu tali.
Annað árið mitt á Borðeyri varð ég þess fyrst greinilega var, hve
auðvelt ég átti með að þekkja fólk aftur, sem ég hafði áður séð.
Megnið af því fólki sem verzlað hafði hjá okkur um vorið í „Júnó“
eða um haustið, eftir að verzlunin var flutt í land, þekkti ég nú
með nafni, er það kom árið eftir. Og síðan kynntist ég efnahag