Strandapósturinn - 01.06.1991, Síða 151
viðskiptamannanna nokkurnveginn fyrirhafnarlaust úr verzlun-
arbókunum.
Sumarið 1879 bar það einu sinni við um helgi, að nokkrir menn
komu vestan úr Dölum, og voru Bryde og Sveinn hvorugur við-
staddur. Þótt ég væri þarna einn til afgreiðslu, fannst mér ekki
koma til mála að láta mennina, langt að komna, þurfa að bíða fram
á nótt eða til næsta dags. Þótt það væri ábyrgðarhluti fyrir mig,
afgreiddi ég allt, sem þeir báðu um, en hafði áður kynnt mér
nákvæmlega, hvernig viðskipti hvers þeirra stóðu við verzlunina.
Gerði ég grein fyrir því í dagbók verzlunarinnar, hvers vegna ég
teldi óhætt að treysta öllum þessum mönnum til skilvísrar
greiðslu. Frétti ég síðar, að húsbændum mínurn hefði fallið vel hin
nákvæma greinargerð fyrir ráðstöfunum mínum.
Ekki varð hjá því komizt að læra nokkurnveginn utan að, hvað
meðalstórt sveitaheimili þurfti í ársúttekt úr verzluninni af hverri
vörutegund. Með því að spyrja bændur, hve mikinn bústofn þeir
hefðu og hve margt fólk væri í heimili hjá þeim, gat ég gert mér
grein fyrir því, hvort hver einstakur þeirra hefði öll viðskipti sín
við Brydesverzlun eða hann verzlaði að einhverju leyti annars-
staðar. En bæði Sveinn verzlunarstjóri og Bryde vildu helzt njóta
allra viðskipta þeirra rnanna sem á annað borð skiptu við verzlun-
ina.
I Borðeyrarverzlununum tveimur þurftu að vera allar inn-
flutningsvörur, sem nrargar sveitir þurftu á að halda, og því urðu
að vera þarna hinar óskyldustu vörutegundir, allt frá koltjöru í
silkibönd, allar byggingarvörur, öll búsáhöld, sem fengin voru frá
útlöndum, öll erlend matvara, álnavara og rnargt fleira. Ef eitt-
hvað vantaði í Brydesverzlun, sem einhver viðskiptamanna vildi
fá, var spurzt fyrir í Clausensbúð og varan tekin þar, ef hún
fékkst. Þannig hjálpuðust verzlanirnar að, þótt samkeppni væri
milli þeirra um viðskiptavinina.
Þegar kynni mín af viðskiptamönnunum jukust, sá ég ennþá
betur, hve sparsemi og nýtni rnanna var aðdáunarverð. I uppvext-
inurn hafði ég kynnzt sömu eiginleikum og hafði þurft á þeirn að
halda sjálfur. Þó kom það fyrir þarna, að mér þótti einstakir menn
149