Strandapósturinn - 01.06.1991, Síða 152
sýna helzt til mikla nákvæmni í úttekt sinni, og þá kannske einkum
þeir sem manni virtist sízt þurfa þess. Eins og t.d. þegar gildur
bóndi spurði mig að því í Brydesbúð, hvað eldspýtnabúntið kost-
aði. Það kostaði 12 aura 10 stokkar. Þá segir hann við mig með
mesta alvörusvip: „Ætli ég geti ekki fengið það fyrir ellefu.“
Af öllum þeim fjölda fólks, sem ég kynntist á Borðeyri, var það
aðeins fámennur hópur manna, sem mér þótti leiðinlegur. Það
voru þeir, sem höfBu meiri áhuga fyrir brennivíninu en öðrum
viðskiptum, menn, sem sífellt voru að sníkja brennivín í pytlur
sínar, en brennivínsgjafir við búðarborðið tíðkuðust þá við
Brydesverzlun eins og annarsstaðar. Nokkrir þessarra manna
voru umkomulausir flakkarar. Gat ég betur fyrirgefið þeim en
hinum, sem misbuðu virðingu sinni með þessu.
Tvisvar sinnum man ég eftir að ég hrekkjaði einn af þessum
brennivínsbetlurum, sem ég var orðinn leiður á.
I kjallaranum undir pakkhúsinu voru steinolíutunnur á stokk-
unum. Einu sinni var ég þar að renna steinolíu á flöskur, er bónda
þennan bar að. Hann víkur sér að mér og segir: „Það hlýtur að
vera eitthvað gott, sem þú ert að mæla þarna. Þú gefur mér líklega
á flösku?" — „Víst er það gott,“ svaraði ég, „en ég er hræddur um
að ég megi ekki gera það.“ — „Jú, víst mátt þú það strákur," svarar
hinn, „ þú veizt hvað ég verzla mikið hjá honum Bryde.“ —
Nú kemur strákurinn upp í mér, svo að ég segi: „Jæja, komdu
þá með flöskuna.“ Eg renndi nú steinolíunni á flöskuna, en karl
kallaði á vinnumann sinn og gengu þeir saman langt út á tanga. Eg
gaf þeim auga og sá, að vinnumaðurinn fékk flöskuna á undan til
þess að súpa á. Það þótti mér miður, því að ég hafði ekki ætlað
honum neitt af góðgætinu. En vinnumaðurinn lét sér hvergi
bregða, rétti húsbónda sínum flöskuna, og fékk hann sér nú
vænan sopa. En strax eftir þennan fyrsta sopa kom hann skálm-
andi utan af eyrinni og gekk rakleitt til Brydes, þar sem hann stóð
við búðarpúltið og var að skrifa. Kærði hann mig fyrir að hafa
skammtað sér steinolíu í staðinn fyrir brennivín. Eg gaf mig strax
fram og sagði, að hann færi ekki rétt með. Hann hefði spurt, hvort
ég væri ekki með „eitthvað gott“ og ég hefði samsinnt því. Eg hefði
150