Strandapósturinn - 01.06.1991, Side 154
fundabækur af mismunandi stærð og fékk að selja þær í búðinni.
Fengu bækur mínar að vera í lokuðum glerskáp, innan urn annan
smávarning verzlunarinnar.
Um sama leyti gerðist ég afgreiðslumaður blaðanna Isafoldar
og Þjóðólfs, en þau munu þá hafa verið útbreiddustu blöð lands-
ins. Sá ég um útsendingu þeirra í nærsveitir Borðeyrar og annað-
ist innheimtu áskriftargjalda. Sveinn Guðmundsson mun hafa
útvegað mér þetta starf. Fékk ég ákveðin sölulaun fyrir. Fór
kaupendum ijölgandi, sem fengu blöðin þessa leið, þau ár sem ég
hafði afgreiðslu á hendi á Borðeyri.
Þegar ég fór að afgreiða blöðin, tók ég að kynnast efni þeirra
betur en áður, því að fyrst í stað gaf ég blöðunum lítinn gaum.
Sárnaði mér, hve mikið var þar af ónotum og illyrðum í garð Dana
og þá einkum danskra kaupmanna. Vaknaði snemma sú hugsun
hjá mér, að gaman væri, ef ég gæti einhverntíma fengizt við
verzlun hér á landi, án þess að þurfa að taka þessi miður vingjarn-
legu ummæli til mín.
Nokkru eftir að ég fór að afgreiða blöðin komst ég í samband
við bókaverzlanir og hafði á hendi dálitla bókasölu, aðallega fyrir
Sigfús Eymundsson og Isafold í Reykjavík, og Friðbjörn Steinsson
bóksala á Akureyri. Voru bækur rnínar til sýnis í búðinni.
Mér telst svo til, að samanlagðar aukatekjur rnínar fyrsta árið,
sem ég fór að vinna mér inn nokkra peninga, hafi verið á annað
hundrað krónur. Þessar tekjur kornu í góðar þarfir. En fyrirhafn-
arlaust var það ekki að afla þeirra.
Ekkert nran ég annars sögulegt frá öðrum vetri mínum á Borð-
eyri, og fátt nýtt bar til við verzlunina sumarið 1880. Störfin sem
mér var trúað fyrir við verzlunina, urðu fjölbreyttari og vanda-
samari. Eg fann, að ég naut fyllsta trausts hjá húsbónda mínum.
Ég var ekki lengur félaus með öllu og fann, að ég hafði ekki farið
algera erindisleysu til Islands. Ég sá fram á, að ég var á góðri leið
að verða sjálfbjarga rnaður.
Þó fann ég mikið til þess, að mig vantaði undirstöðu-þekkingu í
íslenzkri málfræði. Ég leitaði eins og vant var ráða hjá Sveini
Guðmundssyni. Ekki var kostur á góðri kennslu á Borðeyri, en
Sveini datt í hug, að við gætum leitað til séra Þorvalds Bjarnasonar
152