Strandapósturinn - 01.06.1991, Page 158
En ég læt mig ekki, heldur stekk út og hleyp til drengsins.
Fyrst kemur hann hlaupandi og kallar: „Amrna, amma“, en
stansar svo þegar hann sér að ég er ókunnug. Samt er hann feginn
þegar ég tek hann í fangið og harkar af sér. „Ertu týndur, vinur
minn?“ spyr Gísli, sem nú er kominn til okkar.
„Já“. Það er aftur kjökurhljóð í röddinni.
„Svona vertu nú stór strákur“ segir Gísli „segðu okkur heldur,
hvað fólkið þitt heitir og hvar það er“.
Jú, ekki stóð á því. Hann sjálfur var fimm ára síðan í vor og vissi
að pabbi og mamma voru á stað þar sem var margt fólk og svo
mikil tré að maður sá ekkert og datt alltaf og komst ekkert áfram
(kjökurhljóð). Tjaldið þeirra var gult með grænum himni og
„bíllinn okkar er grænn Wagoneer, tveggja drifa og . . . Mikið var
stoltið í röddinni. Þetta var mikill myndarstrákur.
Nú, við snerum við og héldum til Atlavíkur. Þar voru allir,
skyldir og óskyldir, farnir að leita. Við mættum móðurinni uppi á
vegi og stráksi flýtti sér til hennar. Hún ætlaði í fyrstu að fara að
ávíta liann: „Af hverju fórstu frá okkur“ en beygði þá skaflinn og
greip drenginn sinn í fangið.
Þetta er stutt og ómerkileg frásögn kannske af því að allt fór vel.
En úr Atlavík og fram að vesturhliði skógræktargirðingarinnar er
drjúgur spotti og enginn hefði leitað svo langt strax. Liðið var á
dag og fáförult þarna frameftir. Ef barnið hefði haldið áfram að
brjótast í gegnum skóginn var ekki auðvelt fyrir leitarfólk að koma
auga á hann. f mínum augum er þetta ánægjulegur viðburður. Að
við skyldum hætta við að vera nætursakir í Atlavík, sem við höfð-
um þó ætlað okkur og að ég skyldi svo taka eftir drengnum í
skógarjaðrinum var giftusamleg tilviljun. Og enn finnst mér ég sjá
fyrir mér þetta litla, társtokkna andlit með grasgrænuna í munn-
vikjunum.
156