Strandapósturinn - 01.06.1998, Page 16
Haukur Guðjónsson,
frá Kjörvogi:
Kór
Atthagafélags
Stranda-
manna,
starfsárið 1997-98
Það verður að segjast eins og er, að þetta starfsár hófst ekki
með hefðbundnum hætti. Þegar kórfélagar komu saman til
fundar í Skaftfellingabúð um miðjan september tilkynnti for-
maður kórsins, Matthildur Sverrisdóttir, þá ákvörðun sína að
hætta sem formaður. Við orð hennar sló þögn á hópinn og fólk
var nokkra stund að átta sig á að þetta væri raunveruleiki. Menn
litu hver á annan, mögulega í leit að nýjum formanni. Einhvern
veginn fór það síðan þannig að undirritaður var valinn í starfið.
Eg vil nota tækifærið hér og þakka Matthildi fyrir allt það góða
og óeigingjarna starf sem hún hefur unnið fyrir kórinn á þeim
13 árum, sem hún var formaður.
A fundinum var í fyrsta skipti kosin stjórn kórsins. Fyrir utan
formann voru kosnar Dóra Björg Jónsdóttir gjaldkeri, Þórdís
Hauksdóttir ritari og Ingunn A. Sigurðardóttir meðstjórnandi.
Erla Þórólfsdóttir, fyrrverandi kórstjóri, var á fundinum og
kom með þá hugmynd að kórinn legði land undir fót og færi í
söng- og skemmtiferð til Englands og Skotlands sumarið 1998.
Hugmyndinni var vel tekið og samþykkt að kanna möguleika á
slíkri ferð og ekki spillti fyrir að Erla bauðst til að verða farar-
stjóri. A starfsárinu hélt stjórnin sex fundi þar sem fyrirhuguð
14