Strandapósturinn - 01.06.1998, Page 21

Strandapósturinn - 01.06.1998, Page 21
Kórinn og ferðafélagar. Á níunda degi var haldið í dagsferð til Edinborgar þar sem hópurinn dreifðist, sumir fóru í verslanir meðan aðrir lögðu áherslu á að skoða sig um. I Edinborg er ágætt að versla og höfðu sumir gárungarnir á orði að verst væri að hafa gleymt „kortakælitækinu" heima og því væri bagalegur kvóti á eyðsl- unni. Þar sem þetta var síðasti dagur ferðarinnar var búið að ákveða að halda sameiginlegt kveðjuhóf um kvöldið. Starfsfólk farfuglaheimilisins bauðst til að sjá um veitingar og lána hús- næði, nokkuð sem var einstakt og alls ekki í verkahring þess. Þegar komið var til baka hafði hópurinn rétt tíma til að fara í betri fötin áður en hófið hófst. Maturinn var mjög góður, fram- reiðslan til fyrirmyndar og starfsfólkinu umhugað að gera öllum til hæfis. Meðal annars höfðu þau útvegað sekkjapípuleikara, sem lék listir sínar af mikilli innlifun og leikni. Allir skemmtu sér konunglega við kórsöng, gamanvísur, „ræðu“höld og almennan söng. Starfsfólkinu var að venju þakkað með söng og eins var því færður að gjöf geisladiskur kórsins „Smávinir fagrir“. Ekki má heldur gleyma þeirri sjálfsögðu kurteisi að þakka fyrir sig með góðu þjórfé. Að morgni síðasta dags var síðan ekið til Glasgow flugvallar þar sem Erlu Þórólfsdóttur fararstjóra var þökkuð samfylgdin og frábær fararstjórn með tilheyrandi kossum og knúsi, en Erlu beið löng rútuferð til London. Okkar beið flugferð með Flug- 19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.