Strandapósturinn - 01.06.1998, Page 24

Strandapósturinn - 01.06.1998, Page 24
svo fanggæsla. Þetta haust reri Gústi á Hvalsá líka frá Smáhömr- um með syni sína sem háseta. Kalli á Smáhömrum var eitthvað lítið við róðra þetta haust. Veður var frekar óstillt um haustið og afli oft tregur. Við á Svaninum rérum þó nokkuð stíft eftir því sem tíðarfarið leyfði. Nú gerðist það seinni partinn í nóvember að hringt var frá Broddanesi í Þorstein og hann beðinn að koma heim. Okkur þótti ekki gott að hætta róðrum strax því venja var að róa fram í miðjan desember. Það talast því svo til hjá okkur bræðrum að ég tali við Alla mág minn til að vita hvort hann sé fáanlegur til að fara þessa róðra sem eftir væru. Hann var heirna að Klúku um þetta leyti og hafði ekkert sérstakt fyrir stafni og féllst því strax á að gera þetta, enda var hann vanur að vera á haustvertíð annað hvort frá Smáhömrum eða Hólmavík. Einhvern veginn finnst mér þó að hann hafi gert þetta mest af greiðasemi við okkur, því raunverulega var hann aldrei gefinn fyrir sjó- mennsku. Við gátum nú haldið áfram róðrum eins og við höfð- um ætlað. Róðrar urðu þó stopulir því ekkert lát var á umhleyp- ingum og afli vildi ekki lifna. Að kvöldi 4. desember hvessti upp norðaustan með talsverð- um éljum, þótti þá sýnt að ekki yrði róið næsta dag. Við fórum því heim um kvöldið og ákváðum jafnframt að láta lokið vertíð að þessu sinni, en þar sem við áttum beitta eina setningu hugð- umst við fara með hana við fyrsta tækifæri. Morguninn 6. desem- ber datt norðanáttin niður, svo komið var logn og heiðskírt veð- ur um hádegi. Skömmu eftir hádegi kom Billi gangandi niður með Klúkugilinu, hann hafði farið til íjúpna um morguninn. Þegar hann sá hve vel fór með veður hugsaði hann að ekki væri eftir neinu að bíða með að fara þennan eina róður sem eftir var. Skellti hann sér því niður með Klúkugilinu til að geta tekið okk- ur Alla með sér út eftir. Þegar hann hafði fengið einhveija hress- ingu héldum við strax af stað. Guðjón í Heiðarbæ bættist í hóp- inn við Miðdalsárbrúna. Við drukkum miðdegiskaffið á Hey- dalsá og héldurn síðan göngunni áfram út að Smáhömrum. Hvalsárfeðgar kornu í verbúðina Löngusvört um svipað leyti og við. Þeir áttu líka beitta línu sem þeir ætluðu að leggja um kvöldið. Það var blæjalogn en talsvert frost þegar bátarnir 22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.