Strandapósturinn - 01.06.1998, Page 39
Magnús Ólafs Hansson,
frá Hólmavík:
Minningar
frá
skóla-
árunum
Það er sagt, að þegar á ævina líður munum við oft best hið
góða og skemmtilega sem á dagana hefur drifið; aftur á móti
fenni frekar í erfiðu sporin sem við stígum öll öðru hveiju á lífs-
leiðinni. Og svo er hitt, að sitthvað sem er vandræðalegt og pín-
legt og jafnvel alveg hræðilegt meðan á því stendur, verður
meinfyndið þegar langt er um liðið. A sama hátt finnst mér eins
og það hafi alltaf verið sól og blíða á Hólmavík þegar ég var að
alast þar upp.
Eg ætla að rifja hér upp uokkur sundurlaus og handahófs-
kennd minningabrot frá þeim tíma, þegar ég var skólastrákur á
Hólmavík. Það er vissulega ekki allt til fyrirmyndar sem þá var
brallað, og sumt sem ég nefni hér hefur aldrei verið upplýst fyrr.
Eg ætla sumsé að gera nokkrar játningar í trausti þess að sakir
séu að mestu fyrndar og syndakvittun í þríriti verði gefin út á
efsta degi, ef ekki fyrr.
Menn eru nefndir Kristján og Magnús. Þessi nöfn eru tengd
óijúfanlegum böndum líkt og Silli og Valdi eða Bonný og Clyde.
Krisþán þessi var og er frændi minn, Jóhannsson, en ég er
Magnús. Þeim Kristjáni og Magnúsi voru yfirleitt ætluð öll
strákapör á Hólmavík. Ef eitthvað var gert í plássinu sem ekki
átti að gera, þá var þeim kennt um. Alveg sama þótt þeir hefðu
37