Strandapósturinn - 01.06.1998, Side 42
að þvælast hér?“ „Hann Kristján kennari vísaði mér út úr tíma,“
svarar Kiddi. Vígþór hefur engin umsvif, heldur tekur í öxlina á
Iíidda, vippar honurn inn í stofuna og setur hann á sinn stað og
fer síðan út. Þá segir Kiddi frændi minn við Kristján kennara:
„Þarna lék ég á þig, nafni!“ Og það þurfti ekki meira. Kiddi fékk
að fjúka út í annað skiptið í sörnu kennslustundinni.
Kristján póstmeistari var einhver mesti sjálfstæðismaður á
Hólmavík, en annars var mest um framsóknarmenn þarna í ríki
Hermanns Jónassonar. Kristján átti kött sem hét Súsí og var eilíf-
lega gjótandi. Kattarhlandslykt var landlæg á pósthúsinu. Eitt
sinn skömmu fyrir kosningar var rútan nýkomin að sunnan og
margir að sækja póstkröfusendingar sem gutlaði í. Meðal þeirra
var Þórhallur Kristjánsson, ekki með öllu heill en oft orðhepp-
inn. Hann þefar út í loftið, en kattarhlandspestin var þá með
allra stækasta rnóti og spyr síðan: „Hvaða sjálfstæðispest er hér?“
Skipulag og agi voru með ágætum í skólanum. Hver nemandi
hafði sinn snaga og við gengum frá skónum okkar með skipuleg-
urn hætti. Aður en gengið var inn í skólann og inn í kennslustof-
ur skipuðu krakkarnir sér í röð og fóru ekki inn fyrr en þeim var
sagt að gera svo vel. Síðan stóð hver nemandi fyrir aftan stólinn
sinn þangað til kennarinn bauð mannskapnum að fá sér sæti.
Einn kennaranna hét Þorsteinn og lét hann okkur alltaf syngja
- „Eípp á himins bláum boga, bjartir stjörnuglampar loga,“ áður
en við settumst.
I uppvextinum byggðum við okkur marga steinkofa uppi í
Borgunum og áttum okkur þar afdrep. Lítið var horft á sjónvarp
á Hólmavík. Fyrsta sjónvarpstækið í plássinu var hjá Bensa Þor-
valds og ég held að þar hafi verið eina tækið í bænum í nokkur
ár. Margir konru til að fá að horfa, en skilyrðin voru nrjög slæm.
En sjónvarpsglápið spillti ekki fyrir okkur útiverunni. Við gerð-
um okkur líka indíánatjöld, en þau voru brennd fyrir okkur. Við
komumst að því seinna hverjir það gerðu og auðvitað varð að
setja dómstól og dæma hina seku. Eg hygg að einhveijir þeirra
séu hér í kvöld og muni vel þá dóma og refsingar sem þeir
hlutu. Og ekki meira um það.
Ingimundur stóri og María kona hans áttu rófnagarð allmik-
inn og þangað varð Kristjáni og Magnúsi tíðförult á sumrum til
40