Strandapósturinn - 01.06.1998, Page 47
reyndar ekkert af láninu, en netinu var skilað aftur á sinn stað
nokkrum vikum seinna.
En það var ekki nóg að hafa netið. Við þurftum að koma því
út í vatnið, og vatnið var kalt. Kiddi fékk „lánaðan“ lykil að verk-
stæðinu og þar var slanga í veghefilsdekk í kassa, sem við tókum.
Pabbi og mamma áttu vindsæng og pumpu og ég fékk pumpuna
lánaða. Með henni pumpuðum við í slönguna og notuðum
hana síðan sem bát til að leggja netið og vitja um og rerum með
spýtu. Innan í slönguhringnum höfðum við netpoka til að setja
fískinn í. Ekki var nú haft fyrir því að nota salt og pipar eða aðra
munaðarvöru við matargerðina, heldur var silungurinn einfald-
lega settur í pott, soðinn á hlóðunum og étinn.
Einu sinni í leiðindaveðri og hávaðaroki fer Kiddi út á slöng-
unni að vitja um og ræður ekki við að róa í land aftur á móti
veðrinu. Elann lét sig því reka þvert yfir vatnið á slöngunni, enda
ekki um annað að ræða, og það var enginn smáspotti. Þá bjóst
ég við því að dagar vinar míns væru taldir. En sem betur fer stóð
sá sem öllu ræður með okkur eins og svo oft áður og Kiddi náði
landi.
Mjög oft var ég hjá Jóa og Soffíu foreldrum Kristjáns þegar
pabbi og mamma þurftu að bregða sér til Reykjavíkur eða eitt-
hvað á Land-Rovernum eða Willy's jeppanum. Síðan kom
Cortínan til sögunnar og þá fóru þau í fínni bíltúra. Eg elskaði
að fá að vera hjá Soffíu og Jóa og þar var fyrrnefndur Arni Gests-
son húskarl eða ráðsmaður. Eitt sinn fengum við „lánaða“ há-
karlskippu í hjallinum hans Jóa díla skipstjóra inni á Nesi. Við
fórum með hana niður í kjallara hjá Jóa og Soffíu. Þar hékk úlpa
á snaga og þar hengdum við hákarlinn, því hann var ekki orð-
inn nógu vel siginn, og settum striga yfir svo að hann sæist ekki.
Svo líður og bíður og Arni fer að finna einhvern bölvaðan óþef
i kjallaranum, en það var hans verk að fara niður að sækja súra
slátrið út í hafragrautinn. Kallinn hefur orð á þessari ólykt við
Soffíu og nú voru góð ráð dýr. Við tókum hákarlskippuna og
földurn hana úti í garði á meðan þau fóru að kanna upptök
ólyktarinnar í kjallaranum. Þau fundu að þessi ótrúlegi óþefur
kom af úlpu sem þar hékk í horni. Hún var tekin og þvegin og
kjallarinn var allur þrifinn hátt og lágt, enda vantaði ekki snyrti-
45
L