Strandapósturinn - 01.06.1998, Page 53

Strandapósturinn - 01.06.1998, Page 53
meðan nokkurn titt var að hafa. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Norðvestur af Vestfjörðum gengur neðansjávar- fjallgarður sem sjómenn kalla Halann. Þegar aflinn úr Djúpinu var orðin svo lftill að varla borgaði sig að reyna að sækja þangað uppgötvuðu menn Halann og þar finnast ein gjöfulustu fiskimið við Island. A síðustu hundrað árum hefur verið ausið úr þeim milljónum tonna, bæði af Islendingum og útlendingum. En Hal- inn er ekkert lamb að leika við, þegar lægðirnar skrúfa sig norð- ur sundið milli Vestfjarða og Grænlands verða þær krappar og kringum þær geisar stormur, sem engu eirir og svo snögg geta veðrabrigðin orðið að eins og hendi sé veifað breytist fogn í belj- andi stórviðri. Þá er aðeins eitt til ráða, að forða sér til lands, en það getur verið þrautinni þyngri því sjólagið er oft engu líkt og þegar óvinur sjómanna númer eitt, ísingin, bætist við, verður baráttan oft upp á líf og dauða. Margt farið hefur mátt lúta í lægra haldi fyrir náttúruöflun- um, áður en náð var inn í „fimmstjörnu“ hótelið undir Grænu- hlíð, þar sem menn gátu andað léttar við lúxus aðstæður miðað við það sem hafið bauð upp á, að verjast stórsjóunum og berja og höggva klaka. Þessar aðstæður þekktu sjómenn og vissu að hveiju þeir gengu. Þannig er umgjörðin um Djúpið og það mannlíf sem þar hef- ur verið lifað í 1100 ár. Rétt eins og annars staðar á Islandi, fæddust menn þar og dóu, elskuðu og hötuðu, deildu og sætt- ust, börðust og hefndu. Þar áttu menn sínar vonir og þrár, þar gengu ungir menn og konur bjartsýn til starfa á unga aldri og háðu baráttu við örðugleika og vonbrigði lífsins, en lífið kenndi þeim snemma að dauðasyndin er aðeins ein, að gefast upp. Drangavík Árið 1887 hinn 18. júní fæddist hjónunum í Drangavík, sunn- an undir Drangaskörðum, þeim Friðriki Jóhannessyni og Guð- björgu Björnsdóttir, sveinbarn, sem var vatni ausið og skírt Pét- ur. Drangavík er ekki stórbýli, túnið lftið, útengjar litlar og 51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.