Strandapósturinn - 01.06.1998, Qupperneq 56
daga. Að Dröngum kom hann ómálga barn og ekki í önnur hús
að venda, en nú vill hann ekki vera þar lengur, hugurinn stend-
ur til að verða eigin húsbóndi, ekki þjóna undir aðra.
Pétur bregður á það ráð að gerast húsmaður í Ofeigsfirði.
Þangað flutti hann 1913 og var þá kominn með nokkurn bú-
stofn, auk þess mun hann hafa haft nokkrar kindur í Skjalda-
bjarnarvík og var eigandi að tveimur hundruðum að fornu mati
í Skjaldabjarnarvík. Sem ungur maður lagði hann drög að fram-
tíð sinni, en jarðnæðið vantaði og jarðir lágu ekki á lausu á þess-
um tíma.
Sem húsmaður í Ofeigsfirði liafði Pétur nokkuð frjálsar hend-
ur og réð sig á hákarlaskipið Ofeig, sem var stærsta opna skipið
er haldið var til hákarlaveiða frá Ströndum. Ófeigur var mjög
þungur undir árum en þótti góður siglari. Honum var haldið til
veiða síðla vetrar, róið út á Húnaflóa og legið fyrir stjóra. Túrinn
gat tekið viku, enginn heitur matur og ekkert skjól. Ætluðu
menn að sofa urðu þeir að kasta sér niður á splittina í sjóklæð-
unum og reyna að festa blund. Vosbúðinni og erfiðinu í þessum
hákarlalegum, verður ekki með orðum lýst fyrir nútíma fólki.
Versnaði veður, sem oft vildi verða, urðu menn oft að liggja það
af sér því ekki þótti alltaf fýsilegt að leita lands. Voru þá hafðir
menn á sþóranum til að slaka á honum eða draga hann inn til
að veija skipið áföllum. Það var líkast til árið 1914 sem farið var
að hafa eldstó í Ófeigi, sem búin var til úr járntunnu, og sagði
Pétur að hefði verið bylting að geta fengið heitt kafft á sjónum.
Pétur vildi verða sjálfstæður og brá á það ráð að skrifa systur
sinni, sem var flutt til Skagafjarðar og biður hana að útvega sér
vist á einhverjum góðum bæ. Póstsamgöngur voru hægar um
þessar mundir, mánuðir liðu og ekkert svar barst. Pétur fer þá á
búnaðarnámskeið inn á Hólmavík, en þangað var þá kominn
sími. Hann hringir því til systur sinnar og fær þær fréttir að hún
sé ekki enn búin að útvega honum vinnumannsstarf, en telur
enginn vandkvæði á að það muni ganga.
Enn er haldið norður að Dröngum, tíminn líður og ekkert
svar kemur úr Skagafirðinum. Veturinn og vorið 1914 líður og
um sumarið var svo farið á sexæring frá Dröngum með ull og
aðrar afurðir búsins til Norðurfjarðar. Þegar þeir voru komnir
54