Strandapósturinn - 01.06.1998, Síða 69
huga að því. Aldrei sagðist Pétur hafa lifað lengri nótt og ekki
hefði hann- sofið dúr um nóttina fyrir áhyggjum yfir afdrifum
Ijárins, sem þurfti að komast af í þessu stórviðri.
Um leið og fært var út morguninn eftir, gaf á að líta. Veðrið
hafði lamið snjóinn saman í svo harða skafla að varla markaði
fyrir sporum og fé hafði hrakist undan veðrinu, sumt yfir Ham-
arsháls og Hamarsdal og alveg niður að sjó við Langadalsströnd,
annað lá afvelta, dautt eða skaðlega kalið. Eitthvað af fénu hafði
komist í skjól og lifað ósköpin af. Af um fOO kindum drápust 30,
annað var svo kalið að þær máttu heita afurðalausar.
Þarna stóð bóndinn yfir glötuðum bústofni, sem átti að
tryggja afkomu fjölskyldunnar, sumt í sköflum, annað helfrosið
og dautt, sumt kalið. Það hafa verið þung spor að reyna að safna
því saman sem eftir lifði og koma í hús. Það dauða mátti bíða og
skuldaklukkan í Islandsbanka á Isafirði hélt áfram að tifa.
Eftir þetta þriðja áfall hlýtur þeim að hafa verið orðið það
ljóst að staða þeirra var orðin mjög tvísýn og fátt til ráða hjá
skuldugum einyrkja upp í afdal. Þó er eitt sem aldrei skal ske, að
leita á náðir sveitarinnar. Þau skyldu bjarga sér hvað sem það
kostaði. Ekki er vitað hvenær bréfið frá lögfræðingi Islands-
banka á Isafírði barst inn í Hraundal, en trúlega hefur það ver-
ið 1921. Að hætti lögfræðinga, er skuldaranum boðið að greiða
skuldina upp þar sem hún sé komin í vanskil og sé það ekki gert
verði gengið að öllum hans eigum. Ogjörlegt er að gera sér í
hugarlund hvernig þeim hefur orðið við, en nærri má geta að
fólki sem ekki mátti vamm sitt vita hafí brugðið illilega. Þau
höfðu aldrei talað við lögfræðing og litu á slíka sem hluta af
stjórnvöldum og fýrir þeim var borin óttablandin virðing. Það
hefur því ekki verið bjart yfir Hraundal daginn þann og úrræð-
in, hver gátu þau verið?
Það var ljóst að Pétur hafði enga möguleika á að greiða skuld-
ina. Tekjumöguleikar voru engir eftir að bústofninn var fallinn.
Hann þekkti ekkert annað en að standa í skilum og gat ekki
hugsað sér að einhverjir töpuðu peningum á viðskiptum við
hann. En hvernig í ósköpunum átti að ráða fram úr þessu vanda-
máli, sem enginn lausn virtist vera á?
I þessum vandræðum hlýtur Pétur að hafa brugðið sér austur
67