Strandapósturinn - 01.06.1998, Page 73
Gubmundur Pétursson. Gudbjörg Pétursdóttir.
fluttu búslóðina sem ekki var stór. Nokkrar kindur átti Pétur og
hænsni, hund og kött. Þessi lest átti að fara yfir Drangajökul
þveran. Hæpin þótti ferðin og farin af lítilli forsjálni, en um
annað var ekki að ræða. Það var búið upp á hestanna, því ekki
var hægt að nota sleðana fyrr en komið var upp að jökli.
Síðan var Hraundalur yfirgefinn. Sjö löng og erfið ár, ár von-
brigða og baráttu, sem frá upphafi virðist hafa verið vonlaus.
Lestin silaðist af stað. Yfir Hraundalsána, fyrir Laugalandsfjall og
áfram Skjaldfannadalinn í áttina að Drangajökli. Þegar komið er
upp á þverbrún, tekur jökulinn við og þar var tekið af hestunum
og þeir spenntir fyrir sleðana. Erfiðasti hluti ferðarinnar er
framundan, sjálfur jökullinn, hvítur, kaldur og ógnvekjandi. Þau
eru eins og litlir svartir dílar í hvítri auðninni, varnarlaus í
skjóllitlum klæðurn.
Þegar fólkið er skammt komið inn á jökul tekur að þykkna í
lofti. Veðrabrigði eru sýnilega framundan. Þau ræðast við. Eirík-
ur vill snúa við. Hann veit sem er að það er enginn barnaleikur
71