Strandapósturinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Strandapósturinn - 01.06.1998, Qupperneq 74

Strandapósturinn - 01.06.1998, Qupperneq 74
að komast austur af jöklinum, móti norðan stórhríð, fyrir full- fríska karlmenn, hvað þá með smábörn, þrjá hesta og konu komna langt á leið. En Pétur vill halda áfram. Hann hefur kvatt Hraundal og minningarnar þaðan eru sárar. Draumar sem ekki rætust. Þaðan bar hann frumburð þeirra hjóna í lítilli kistu. Þar missti hann mest allan bústofninn og jörðina sem hann keypti og átti að gera hann að sjálfseignarbónda. Honum finnst það jaðra við uppgjöf að snúa við og að engu að hverfa. Enginn eldi- viður, enginn matur. Fátæklegri búslóðinni hefur verið pakkað saman á sleðana. Hann var búinn að kveðja þessi sjö ár og vildi nú fara að takast á við nýjan veruleika á nýjum stað. Að koma inn í köld og hrörleg húsakynnin í Hraundal, hlaut að vekja upp minningar sem best var að gleyma. Kannski hafa einhveijar slíkar hugrenningar liðið gegnum hug hans, þar sem þessi litli vanbúni leiðangur stóð á hjarn- breiðunni, meðan vaxandi vindkviðurnar þeyttu sárbeitum ísnálum í andlit ferðafólksins. Pétur varð að taka ákvörðun. Hann hlýtur að hafa horft á börnin, tveggja og fjögra ára. Stúlk- an horfir stórum undrandi barnsaugum á foreldra sína og ann- arlegt umhverfið, hún skynjar að eitthvað er ekki eins og það á að vera. En drenghnokkinn er frakkur og sprækur með glampa í augum, því hann finnur á sér að ævintýri er framundan. Pétur veit fullvel hvað getur beðið þeirra ef veður versnar, hann þekk- ir veðrin í Hraundal. Hann sagði síðar að ekki væri hægt að líkja þeim við neitt, fannburður og rok gátu staðið dögum saman svo ekki sá út úr augum og ef slíku veðri fylgdi hörkufrost var vand- séð hvernig þau gætu bjargað sér. Þó hlýtur að hafa verið erfitt að gefa skipun um að snúa við, en ákvörðunin gat aldrei orðið önnur. Það var því snúið til byggða og þegar komið var niður á þverbrekku voru sleðarnir skildir eftir og aðeins það nauðsynlegasta tekið með. Það var dapur hópur sem hélt undan harðnandi veðrinu niður Skjald- fannardalinn. Aðkoman að Hraundal var ömurleg, allt orðið kalt, enginn eldiviður og takmarkaður matur, aðeins nestið sem átti að nota á leiðinni. Það sagði Sigríður síðar á ævinni að aldrei hefði hún lifað ömurlegri daga en þennan hálfa mánuð, sem þau urðu að dvelja í Hraundal og bíða eftir ferðaveðri. 72
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.