Strandapósturinn - 01.06.1998, Page 75

Strandapósturinn - 01.06.1998, Page 75
Þau urðu að ná í eldivið og mat, þá var farið að Laugalandi og Þórður brást ekki vinum sínum. Hann hjálpaði þeim um biýnustu nauðsynjar. Enginn getur gert sér í hugarlund hvernig þeim hefur liðið þennan hálfa mánuð, sem beðið var eftir því að veðrið gengi niður, en lengi hafa dagarnir verið að líða. En öll él birtir upp um síðir og þegar loks lægði var ekki beðið boð- anna. Enn var lagt af stað og nú gekk allt betur. Þegar á jökul- inn var komið var færðin orðin erfið. A einum sleðanum var ætl- ast til að Sigríður gæti hvílt sig, þunguð konan, en þau voru ekki komin langt þegar nýtt vandamál kom upp. Ærnar fóru að bera, enda komnar að burði og ferðin og erfiðið hafa ílýtt fyrir. Það er því ekki um annað að ræða en að setja ærnar á sleðann með lömbunum, Sigríður varð að ganga. En áfram miðaði samt og þegar komið var niður í Meyjardalinn af jöklinum varð að skilja sleðana eftir og búa upp á hestana, því ekki var nægur snjór til að sleðarnir kæmu að gagni. Eftir 18 klukkutíma ferð var kom- ið að Dröngum. Þessi erfiða ferð var að baki, ferðin sem þau höfðu kviðið svo mjög. Víst er að aldrei áður hafði yngri stúlka en Guðbjörg gengið þveran Drangajökul, aldrei hafði yngri piltur en Guð- mundur farið yfir jökulinn og ég efast um að nokkurn tíma fyrr hafi gengið jökulinn kona önnur en Sigríður komin meira en sjö mánuði á leið. Þau voru illa búin, engin skjólföt, ekkert sem nútíma fólk telur svo sjálfsagt þó ekki sé farið nema á milli bæja. Þau þekktu allar aðstæður og vissu við hveiju mátti búast. Pétur og Eiríkur voru þaulvanir jöklaferðum, eflaust hafa þeir farið margar ferðir yfir jökulinn með svo kallaðar viðarlestir, sem ekki hafa verið neinar skemmtireisur. Síðar sagði Pétur að hann væri viss um að Eiríkur liefði bjargað lífi þeirra allra með því að leggja svo fast að þeim að snúa við. Ekki er að efa að móttökurnar á Dröngum hafa verið hlýjar og þeim hefur fundist að búið væri að heimta fólkið úr helju, því engar fréttir höfðu borist af þessum flutningum og ekki var vitað hvort þau hefðu verið kornin af stað þegar veðrið skall á og þá með öllu óvíst hvernig þeim hefði reitt af. Fólkið hvíldist á Dröngum, en daginn eftir var haldið norður til Skjaldabjarnar- víkur. 73
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.