Strandapósturinn - 01.06.1998, Side 88
er verið að beija að dyrum,“ sagði hún. Ég held að við höfum öll
hugsað það sama. Það gat enginn mennskur maður verið á ferð-
inni í veðrinu sem úti geisaði, blindhríð og myrkri. Þetta hlaut
að vera eitthvað dularfullt eða yfirnáttúrulegt.
Faðir minn kveikti á fjóslugtinni, fór fram í dyragöngin og við
í humátt á eftir. Nú heyrðist aftur barið að dyrum, það var eng-
inn vafi lengur á að þarna var einhver á ferðinni. Faðir minn
opnaði útihurðina og inn þeyttist snjógusa og í ljósgeislanum frá
lugtinni mátti sjá móta fyrir alhvítri mannveru. Faðir minn dreif
hann inn í bæinn og lokaði hurðinni, svo bæjargöngin fylltust
ekki af snjó. Nú var maðurinn drifinn inn í eldhús og móðir mín
skerpti á eldinum. Eldavélin var rauðglóandi og klakinn bráðn-
aði af gestinum. Það sá vart í andlit hans, því klakastönglar
héngu frá prjónahúfunni og niður yfir andlitið. Gesturinn átti
líka mjög erfitt um mál og það sem hann reyndi að segja var lítt
skiljanlegt. „Ég vissi hvar ég var staddur, þegar ég fór yfir
Fauskarvíkurhöfða,“ var það eina sem hann sagði um ferðina.
Þegar klakabrynjan og húfan höfðu verið fjarlægð kom í ljós
að hér var ekki um neina dularfulla veru að ræða. Hér var kom-
inn heimilisvinur okkar, Jóhannes Magnússon skáld.
Jóhannes var meðalmaður að hæð, frekar grannvaxinn, kvik-
ur á fæti og léttur í hreyfingum, hann var talinn góður göngu-
maður. Hann var kvæntur Sigríði Jakobsdóttur og var bóndi í
Drangavík frá 1908 til 1924, en þá slitu þau hjónin samvistum.
Síðan mun Jóhannes hafa verið lausamaður í Arneshreppi og
dvaldi þá á ýmsum bæjum, t.d. á Melum og síðast á Krossnesi.
Eitt af áhugamálum Jóhannesar voru stjórnmál. Hann hafði
ákveðna skoðun á þeim málum og ræddi þau við húsbændurna
á bæjunum. Peningaseðla kallaði hann alltaf „sneplana“ og
fannst stjórnmálamennirnir fara heldur ógætilega með þá. Það
var fastur liður hjájóhannesi að fara norður í Skjalda-Bjarnar-
vík, dvelja þar í nokkra daga og ræða við Pétur bónda um lands-
ins gagn og nauðsynjar.
[óhannes var vel hagmæltur og gerði rímur um bændurna í
sveitinni. Oft var hann fenginn til að kveða rímur eða fara með
sögur á kvöldvökunni. Það gerði hann a.m.k. ævinlega þegar
hann kom í Skjalda-Bjarnarvík. Þegar húsverkum var lokið og
86