Strandapósturinn - 01.06.1998, Side 106
manna var staðsett og var það verslun fyrir fólkið í sveitinni. Veg-
urinn þarna fyrir fjarðarbotninn var því fjölfarinn á þeim árum
sem við bræður ólumst upp á Steinstúni á íjórða og fimmta ára-
tugnum og fylgdumst við vel með mannaferðum. Oftast voru
þeir ríðandi sem voru að korna til Norðurfjarðar í verslunar-
erindum og eins og við var að búast voru reiðskjótarnir býsna
misjafnir.
Eins og áður sagði var það iðja okkar bræðra að gefa þessu
gaum og við fórum dálítið í manngreinarálit, því þeir sem riðu
góðurn hestum og sátu hestinn vel fengu háa einkunn, en aðrir
eitthvað lægri. Jón Elías á Munaðarnesi var ekki rnikið í ferða-
lögum, en hann átti góðan reiðhest sem hét Blesi og kom stund-
um ríðandi á honurn í kaupstaðinn. Jón reið þá gjarnan nokkuð
greitt og sat hestinn vel. Hann fékk háa einkunn. Þetta er ef til
vill útúrdúr frá því sem hér átti að vera aðalfrásögnin, en er samt
einn liður í því að Jón Elías er mér svo minnisstæður.
Jón Elías var með fyrstu mönnum í sveitinni sem eignuðust
prjónavél. Prjónavél var á þessum árum bylting í verktækni við
að vinna ullarföt, þar sem nánast allur nærklæðnaður fólks var
úr ull. Það fór því ekki hjá því að mikið var leitað til Jóns með
aðstoð við að fá prjónuð nærföt.
Eg var áður búinn að gera nokkuð grein fyrir hvernig háttað
var með sendiferðir sem unglingar voru látnir fara á því árabili
sem ég tilgreindi. Mér eru í minni nokkrar slíkar sendiferðir til
Jóns Elíasar. Ekki man ég lengur svo glöggt urn erindi, en ekki
er ósennilegt að fyrstu ferðirnar hafi tengst prjónavélareign
Jóns. Og ekki voru ferðir mínar til hans tíðar, þó eru mér þær
minnisstæðar. Heimili þeirra systkina var nokkuð frábrugðið
sveitaheimilum þeirra tíma, í heimilinu voru aðeins þrjár full-
orðnar manneskjur, á þeim tíma er heimili voru yfirleitt fjöl-
rnenn.
Þegar komið var á bæi var yfirleitt bankað á ystu dyr, ef eng-
inn var úti við sem tók eftir gestinum, og síðan beðið þangað til
einhver heimamanna kom til dyra og bauð í bæinn. Aðkomu-
rnaður varð að uppfylla nokkrar kurteisisskyldur, ekki kom ann-
að til greina en heilsa heimilisfólkinu með handabandi og
þakka húsbændum fyrir og kveðja á sama máta. Þessum skyldum
104