Strandapósturinn - 01.06.1998, Blaðsíða 116
um borð á skektunni sinni, snemma á sunnudagsmorgni.
Bryggjan var þá ekki komin í voginn. Þegar við lögðum af stað,
saddir og glaðir, var norðaustan kaldi og talsverð undiralda.
Flestir leituðu sér strax skjóls í lúkarnum meðan plássið leyfði.
Eg sem hafði haft talsverð kynni af sjóveiki vissi að af tvennu illu
var þó skárra að vera ofan þilja og tók mér því stöðu á dekkinu
ásamt þeim sem ekki komust í lúkarinn. Við vorum ekki komn-
ir langt út fyrir Þorpaboðann þegar sjóveikin fór að gera vart við
sig í lúkarnum, leið þá ekki á löngu þar til menn fóru að koma
upp með áberandi flýti beint út að borðstokknum þar sem þeir
máttu horfa á eftir morgunverðinum sem átti einmitt að vera
undirstaða fyrir átök dagsins. Eftir að flestir úr lúkarnum höfðu
farið eina eða tvær ferðir til að losa, hættu þeir að fara nema í
lúgugatið og létu það bara vaða á dekkið enda var umferðin orð-
in svo ör að það voru gjarnan tveir eða þrír hausar í gatinu í
einu. Hefðum við sem á dekkinu vorum sjálfsagt haft af þessu
nokkra skemmtun ef við hefðurn ekki verið haldnir sama kvilla
þótt við værum ekki eins helteknir, það bar minna á því þótt við
laumuðumst svona við og við aftur fyrir stýrishúsið til að létta á
okkur. Sjólagið skánaði þegar kom austur í flóann og hægt var
að slá undan sjó og vindi. Við vorum svo settir upp á Reykjatang-
ann innantómir eins og við værum nýlaxeraðir. Þegar við nú
höfðum fast land undir fótum vorum við fljótir að taka gleði
okkar á ný, enda dugði nú ekki annað því leikurinn átti að hefj-
ast innan tíðar. Við fengum þó tíma til að þiggja einhverjar veit-
ingar áður.
Ekki man ég hvernig leiknum lauk, þó hef ég einhvern veg-
inn á tilfmningunni að við höfum tapað með eins marks mun.
Finnst mér það líka ekki óeðlilegt eftir það sem á undan var
gengið. Eftir fótboltann var svo dansað í skólanum við harmon-
ikkuundirleik langt fram á kvöld. Þegar við lögðum af stað heim
hafði talsvert bætt í vindinn, varð okkur því strax ljóst að heim-
ferðin yrði torsótt. Vindstaðan var beint á móti út Hrútafjörðinn
og talsverð ágjöf. Þar sem ekki komst nema hluti af liðinu í lúk-
arinn var lestin nú opnuð og afgangurinn skreið þar niður, við
fengum segl til að breiða yflr okkur og lögðumst svo andfætis
þversum á botninn. Þetta var hörð vist og köld. Sjóveikin fór að
f!4