Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1998, Blaðsíða 116

Strandapósturinn - 01.06.1998, Blaðsíða 116
um borð á skektunni sinni, snemma á sunnudagsmorgni. Bryggjan var þá ekki komin í voginn. Þegar við lögðum af stað, saddir og glaðir, var norðaustan kaldi og talsverð undiralda. Flestir leituðu sér strax skjóls í lúkarnum meðan plássið leyfði. Eg sem hafði haft talsverð kynni af sjóveiki vissi að af tvennu illu var þó skárra að vera ofan þilja og tók mér því stöðu á dekkinu ásamt þeim sem ekki komust í lúkarinn. Við vorum ekki komn- ir langt út fyrir Þorpaboðann þegar sjóveikin fór að gera vart við sig í lúkarnum, leið þá ekki á löngu þar til menn fóru að koma upp með áberandi flýti beint út að borðstokknum þar sem þeir máttu horfa á eftir morgunverðinum sem átti einmitt að vera undirstaða fyrir átök dagsins. Eftir að flestir úr lúkarnum höfðu farið eina eða tvær ferðir til að losa, hættu þeir að fara nema í lúgugatið og létu það bara vaða á dekkið enda var umferðin orð- in svo ör að það voru gjarnan tveir eða þrír hausar í gatinu í einu. Hefðum við sem á dekkinu vorum sjálfsagt haft af þessu nokkra skemmtun ef við hefðurn ekki verið haldnir sama kvilla þótt við værum ekki eins helteknir, það bar minna á því þótt við laumuðumst svona við og við aftur fyrir stýrishúsið til að létta á okkur. Sjólagið skánaði þegar kom austur í flóann og hægt var að slá undan sjó og vindi. Við vorum svo settir upp á Reykjatang- ann innantómir eins og við værum nýlaxeraðir. Þegar við nú höfðum fast land undir fótum vorum við fljótir að taka gleði okkar á ný, enda dugði nú ekki annað því leikurinn átti að hefj- ast innan tíðar. Við fengum þó tíma til að þiggja einhverjar veit- ingar áður. Ekki man ég hvernig leiknum lauk, þó hef ég einhvern veg- inn á tilfmningunni að við höfum tapað með eins marks mun. Finnst mér það líka ekki óeðlilegt eftir það sem á undan var gengið. Eftir fótboltann var svo dansað í skólanum við harmon- ikkuundirleik langt fram á kvöld. Þegar við lögðum af stað heim hafði talsvert bætt í vindinn, varð okkur því strax ljóst að heim- ferðin yrði torsótt. Vindstaðan var beint á móti út Hrútafjörðinn og talsverð ágjöf. Þar sem ekki komst nema hluti af liðinu í lúk- arinn var lestin nú opnuð og afgangurinn skreið þar niður, við fengum segl til að breiða yflr okkur og lögðumst svo andfætis þversum á botninn. Þetta var hörð vist og köld. Sjóveikin fór að f!4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.