Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1998, Blaðsíða 117

Strandapósturinn - 01.06.1998, Blaðsíða 117
krydda upp á tilveruna með tilheyrandi vanlíðan, hljóðum og ilmi. Hreinlætisaðstaða var í algjöru lágmarki og illt að koma nokkru frá sér. Æðsta takmarkið var að æla sem minnst hver á annan. Rut var illa löguð til gangs móti sjó og vindi, hún var svo stutt og breið. Oft missti hún skrúfu á ölduhryggjunum, þá söng og hvein í vélinni og báturinn nötraði stefnanna milli. Mönnum varð því ekki svefnsamt við þessar aðstæður. Að lokum hafðist þetta þó og Rut gamla skilaði okkur heilum inn á Smáhamravog- inn um fótaferðatímann, eftir átta klukkustunda ferð. Það var fár og fölleitur hópur sem Karl bóndi ferjaði í land þennan mánudagsmorgunn. Hann bauð svo öllum mannskapnum í morgunkaffið sem var vel þegið jafnvel þótt lystin væri í lág- marki hjá sumum. Sjóveiki er fljót að læknast þegar á land er komið. Við vorum líka fljótir að jafna okkur, reynslunni ríkari. Með Saurbceingum á fótboltavelli og dansgólfi Sumarið 1940 var farið suður í Saurbæ og keppt við Saurbæ- inga á Skollhólnum. Saurbæingar endurguldu svo heimsóknina árið eftir. Þessar heimsóknir voru svo endurteknar næstu tvö árin. Þessum samskiptum okkar á knattspyrnuvellinum áttu þeir mestan hlut að frændurnir, Kollafjarðarnesbræður og bræðurn- ir á Fremri-Brekku, Torfi og Ástvaldur, ásamt Benedikt Bene- diktssyni á Neðri-Brunná, en þeir voru allir systrasynir. Þessir Saurbæingar ásamt Benedikt Gíslasyni í Litla-Holti og Ketilbirni Magnússyni í Tjaldanesi voru skólabræður mínir í Reykjaskóla veturinn áður, hafði ég því sérstaka ástæðu til að fagna þessu. Af þessu tilefni ákvað ungmennafélagið að fara skemmtiferð í Saurbæinn. Var sú ferð hugsuð bæði til að styrkja keppendur og einnig til að skoða sig um sunnan heiða. Ekki spillti svo fyrir að auglýstur var dansleikur á eftir. Til ferðarinnar var fenginn Andrés Magnússon í Asgarði með rútubfl sem hann notaði í vikulegar áætlunarferðir milli Reykja- víkur og Hólmavíkur. Þetta mun hafa verið 28 manna rúta, sem reyndist fulllítil. Þótt þröngt væri setið varð að setja síðasta far- 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.