Strandapósturinn - 01.06.1998, Page 120

Strandapósturinn - 01.06.1998, Page 120
Heydalsá öðru sinni. Ýmissa hluta vegna varð lítið úr æfingum hjá okkur þetta vor. Margir voru farnir að stunda atvinnu á fjar- lægum slóðum, bæði á sjó og landi. Og tíminn leið. Við vissum að skoski presturinn var í Saurbænum og æfði liðið þar af kost- gæfni. Þegar kom fram á sumarið og ekki var hægt að draga keppnina lengur, gátum við loks náð saman tveimur eða þrem- ur illa sóttum æfingum. Það breytti ekki því að okkur leist mjög illa á stöðuna, vinningslíkurnar voru ekki miklar. Þótti okkur það ekki skemmtileg tilhugsun, þar sem við höfðum tapað leik- um árið áður. Saurbæingar mættu nú til leiks með þjálfara og fríðu föruneyti, svo sem fyrr. I Tungusveitinni var enginn sem lagt hafði fyrir sig knattspyrnudómarastörf, við tókum því það ráð að biðja Róbert Jack þjálfara andstæðinganna að dæma þennan leik. Eg held að það hafi ekki hvarflað að okkur að hann myndi verða hlutdrægur, enda varð sú raunin á að við þurftum ekki undan neinu að kvarta. Aldrei man ég til að við værum jafn hræddir um að tapa eins og við vorum í upphafi þessa leiks, en við vorum ákveðnir í að selja okkur dýrt og mun leikurinn hafa borið þess nokkur merki, sérstaklega fyrri hálf- leikurinn. Þessi ótti okkar reyndist þó ástæðulaus, við höfðum í fullu tré við andstæðingana og unnum leikinn örugglega. Suntarið f945 áttum við að fara suður og vorurn búnir að fá kaupfélagsbílinn T-8 með boddý til að fara með okkur. Laugar- daginn áður en við ætluðum að fara var hringt og okkur sagt að bíllinn hefði bilað. Við gerðum margar en árangurslausar til- raunir til að fá aðra farkosti, en ástandið var nú ekki betra en það að ógerlegt reyndist að fá bíl eða bíla til að flytja f 1 menn suður í Saurbæ. Þeir fáu bílar sem til voru á svæðinu, voru ann- að hvort bilaðir, sem var mjög algengt, eða ráðnir í annað. Þar með lauk þessum skemmtilegu samskiptum okkar við Saurbæ- inga. 118
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.