Syrpa - 01.02.1947, Side 16

Syrpa - 01.02.1947, Side 16
á eftir skammstöfunum í þessu mælikerfi (m, 1, g, sm, mm, km, dl, hl, kg o. s. frv.). Að soga, ryksoga. Ryksugur eru miklir þarfagripir, bæði til þrifn- aðarauka og tímasparnaðar. Notkun þeirra fer æ í vöxt, og æskilegt er, að slíkur gripur verði inn- an skamms til á hverju heimili. Nafnið ryksuga er gott, táknar vel, til hvers hluturinn er ætlaður, og er þægilegt í beygingu. Hins vegar tíðkast nú mikið sögnin að ryksuga. Hún minnir helzt á, hvernig börn og brezkar þjóðir mynda sagnir. Ég hef miklar mætur á hvorum tveggja, en krefst þess þó, að sögnin hverfi úr tali þeirra Islendinga, sem komnir eru til vits og ára. — Nafnorðið -suga er leitt af sögn- inni að sjúga (saug •—- sugum — sogið) eins og fluga af fljúga. Nafnið ryksuga merkir því á- hald, er sýgur (sogar) ryk. Orðstofninn í andlagi sagnarinnar (sjúga (soga) ryk) verður fyrri sam- setningarliður nafnorðsins, eins og í orðunum verk- taki, landnám, gullgrafari, iðnnemi, steinkast o. fl. (sbr. taka verk, nema land, grafa gull, nema iðn, kasta steini). Hins vegar er veika sögnin að suga alveg ranglega mynduð, hún á að heita — og heitir — að soga. Vel má mynda samsetta sögn með nafnorðsstofn (upphaflega andlags) að fyrra lið (t. d. húðstýkja, hamfletta, handjárna, gerilsneyða), en fremur eru slíkar sagnir fátíðar í ísl. og flestar ungar. Því liggur ekki fjarri að segja að ryksjúga um notkun ryksugu, enda mun sú sögn eitthvað not uð. Sögnin að soga finnst mér þó af mörgum ástæð- um eiga betur við, og mætti þá tala um að ryk- soga (ábreiður, sessur, bólstruð húsgögn o. s. frv.). Fremur kann ég þó illa við nafnorðsstofninn fram- an við sögnina og legg því til, að hún verði not- uð ósamsett (að soga), ef engum misskilningi get- ur valdið. En hér koma bezt í ljós yfirburðir sagn- arinnar að ryksoga fram yfir ryksjúga; þá fyrri má stytta, án þess að misskilningur eða leiðindi hljótist af, en hina ekki. Niðurstaða mín er því þessi: Sögnin að ryksuga er fyrir neðan allar hellur; sögnin að ryksjúga er ekki beinlínis röng, en óviðfelldin á ýmsa lund. Sögnin að ryksoga er góð, en einkum mæli ég þó með því að stytta hana í soga, þegar þess er kostur. Dæmi: Ég soga (ryksoga) ábreiðurnar, (teppin) og sessurnar daglega. — Ég er búinn að soga (ryksoga) alla stólana og sófann. Stc SUMARMORGUNN Titra í fangi liljur lands ljóss á bárum snöggum, glitrar vangi gróandans gleðitára döggum. H AU STVÍSUR Ryljir hrista bera kvisti, breytt er vistin, fennt í skjól, hauður fryst í húmi gistir, hopar af yztu mörkum sól. Bölspá rætist, bylur kætist, bjarga fætur hrönnin slær, ljóss ei gætir langar nætur, lífið grætur, dauðinn hlær. ROSI Skjanna göldum hafmey hlær, himinn köldu lofar, hranna földum sveiflar sær sólar tjöldum ofar. ELLIMÖRK Hærurnar varla hylja nú skalla, hrukkurnar færast um enni og vanga, það hriktir í liðum sem hálfbrunnum viðum, heilsan og kraptarnir úr sér ganga; en skapið og hugurinn halda sínu, ég hjari nú rétt svona’ að gamni mínu. Hjálmar Gíslason.

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.