Syrpa - 01.02.1947, Síða 19

Syrpa - 01.02.1947, Síða 19
Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima. Loks skal tekið annað dæmi um ferskeytlu. Höf- undur er Stephan: Stuðlarnir y, ey og ei standa á sömu stöðum í oraglínu og þrjú n gera í seinni vísuhelmingnum. Ekki er lögmál, að fyrri stuðlarnir standi svo, og mætti kveða: Yfir eyðisand kaldan . . . En þá væri þetta ekki lengur óbreyttur ferskeytluháttur né rétt endarím við hinn vísuhelminginn. Stuðlar bera meiri áherzlu en önnur orð vísunn- ar, þeir eru máttarstuðlar hennar, hún er reist á þeim eins og hús á stólpum. Þá er auðsætt, að á- herzlulaus atkvæði geta ekki haft í sér stuðul, t. d. orðin um, ég, er, á ég í þessari vísu. Þetta er heppilegt, því að annars yrði ofmargt um sér- hljóðastuðla. Það er enn bragregla, að aldrei má ofstuðla vísu. Ofstuðlað er, ef fleiri en hinir lög- mæltu stuðlar þrír standa í áherzluatkvæðum sama vísuhelmings. Islenzkur kveðskapur veitir mikið frelsi um endarím, og í mörgum háttum hefur það aldrei verið til fremur en veggir í suðrænum súlnagöng- um. Ferskeytlan og skyldir hættir þurfa þess þó engu síður en íbúðarhús þurfa veggja. Rímið (í vís- unni) -sand: -land nefnist karlrím, en sveima: heima kvenrím. Þriðja tegundin er sú, að saman rími þrjú atkvæði. Það nefnist veggjað rím eða veggrím og sést í þessari vísu úr Illugadrápu Step- hans G. Stephanssonar: Drangey var risin úr rokinu og grímunni, rétti upp Heiðnaberg hvassbrýnt að skímunni. Drangana hillti úr hafsjónum flæðandi, hríðin var slotuð og stormurinn æðandi. Þessum aflmikla bragarhætti ætlar skáldið hlut- verk gerólíkt ferskeytlunni, og er það sízt viðvan- ingum hent. Hann er gerður úr þríliðum eingöngu: Drangana/ hillti úr/ hafsjónum/ flæðandi. /Hríð- in var/ slotuð og/ stormurinn/ æðandi. Þríliðir mega ekki vera í ferskeytlum nema sem minnst og sjaldnast, innan um tvíliðina, sem eru þar ráðandi. Oftast valda þríliðir þar stirðleik og þarf að hlaupa á þeim í lestri. En hinn aukni hraði,* sem lestur á slíkum þrílið meðal tvíliða útheimt- ir, getur stöku sinnum haft skáldleg áhrif, og þann- ig er um þríliðinn eina í vísu Kristjáns. Inn í hæg- fara ömurleik næturinnar og ráfandi manns á sandi kemur eins og veðraþytur með þessum ó- vænta, snöggmælta þrílið: nú á ég/hvergi/ heima. — Veðraþyturinn ber með sér geig eins og hugs- unin, sem þarna heltekur piltinn: aldrei framar heim. Þitt er menntað afl og önd, eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. Stuðlar eru í fyrri hluta sérhljóðin í afl, önd, eig-, en í seinni hluta h í hag-, hönd, hjart-. Hv í hvassan mundi valda ofstuðlun, væri það ekki borið fram norðlenzkt, eins og skáldið gerði. Orð- in sanna og dragast gjarna saman í tvílið í fram- burði: sann’og. En eigiröu er þríliður, sem veld- ur ekki auknum hraða þarna, heldur auknum þunga og fer vel við efnið. Eins og í ferskeytlum á að vera, rímast 1. braglína við 3. með karlrími önd :hönd, en 2. við 4. með kvenrími bjóða: góða. Lesendur, sem eru að læra að yrkja, mega senda tímaritinu vísur sínar til að fá skorið úr, hvort þær séu rétt kveðnar eða ekki. Skulu þær endursendar með nauðsynlegum athugasemdum. Fullri þag- mælsku er heitið þeim, sem þess óska, en dálítið af beztu vísunum eftir unga byrjendur væri gam- an að birta einhvern tíma í þessum dálkum. JJjölnismevm áö9 hui .........„Viljir þú að marki, íslendingur, fá ást á landinu þínu, þá blaðaðu í ævi þess, og kynntu þér allt það, sem þar er skrifað af mennt- un og athöfnum feðra þinna. Takirðu í burt það, sem þeir hafa skrásett, munu þér ei aðeins virð- ast æði daufleg Norðurlönd, heldur muntu í sögu mannkynsins finna álíkt skarð og stjörnufræðing- urinn, ef hann vantaði leiðarstjörnuna. Kynntu þér allar þær margvíslegu þjóðir, sem í heimin- um hafa lifað, frá því sögur hófust til þess nú er komið, og vittu hvað margar þú sérð, jafn mann- fáar, merkilegri í forlögum sínum en íslendingar fornu voru, feður þínir. Trúðu því, að lítir þú í sögurnar, og sjáir þar rétta mynd eins og hún er þar, af þjóðinni þinni, þá geturðu ekki gleymt henni úr því, og vilt ekki láta hólmann í úthaf- inu fyrir öll gæði veraldarinnar, því þú ert kom- inn að reynslu um, að það er ekki landinu að kenna, heldur þér miklu fremur, ef þú ert þar ófarsælli en hver önnur þjóð í sínum átthögum“. (Fjölnir, I. ár: Inngangsorð bls. 3). B Y R P A 9

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.