Syrpa - 01.02.1947, Síða 23
löngu og leiðinlegu ferð, því þó að ókurteisi skip-
stjórans gerði það að verkum, að frú Thorlacius
varð oft að fara á mis við ýmislegt, sem hana van-
hagaði um, þá varð það til þess, að bróðursonur
skipstjórans, snotur og skemmtilegur piltur,
reyndi oft að bæta fyrir skaphrest frænda síns með
því að gera henni ýmsa smágreiða. Þannig var
það eitt sinn snemma morguns, er hún var að
gæða sér á einhverjum aukabita, sem þessi
ungi maður hafði fært henni, að hún heyrði
skipstjórann stappa hranalega í þilfarið og öskra:
„Brand“, (en það þýðir eldur á dönsku). Óttinn,
sem auðvitað greip farþegana út af þessu, stóð þó
ekki lengi, því hrátt vitnaðist, að þetta hafði ver-
ið misheyrn, hann hafði hrópað: „LAND“. Svo
kom hann ofan og skipaði öllum upp á þilfar, og
benti á fáeina svarta díla yzt við sjóndeildarhring-
inn. Þetta voru Islandsfjöll, sem risu þarna úr
hafinu.
Á fimmtánda degi frá því er skipið lagði af stað
frá Kaupmannahöfn, kom það inn á Reyðarfjörð
og tilkynnti komu sína með þremur dynjandi fall-
byssuskotum, sem áttu að gefa til kynna, að þar
væru höfðingjar á ferð.
Fyrsti maðurinn, sem sýndi sig um borð, var
verzlunarstjóri, að nafni Möller. Hann var mjög
alúðlegur og bauðst til að flytja ferðafólkið í land,
er innar kom í fjörðinn. Þessu boði var tekið feg-
ins hendi, og nú var stigið af skipsfjöl í yndislegu
veðri. Það var fögur og svipmikil sjón, sem nú
blasti við þeim: Há og tignarleg snævi þakin fjöll,
grænar, brosandi grundir og freyðandi, hvítir foss-
ar, sem steyptust ofan í hamragljúfrin og berg-
máluðu út eftir spegilsléttum firðinum.
Þessi sýn hlaut að hafa óafmáanleg áhrif á
hina ungu konu, sem leit nú í fyrsta sinn strend-
ur íslands. (Maður hennar hafði áður komið til
landsins, en ekki á þessar slóðir). En illa gekk
henni að koma auga á bæjarhúsin, sem verzlun-
arstjórinn var að reyna að benda henni á. Islenzku
hæirnir eru sem sé allir þaktir torfi, bæði þak og
veggir, svo að þeir eru til að sjá eins og litlir, græn-
ir hólar. Henni var líka bent á kirkjuna með litla
turninum, en henni hafði sýnst hann vera reyk-
háfur, þangað til hún kom auga á klukkuna. Þessa
lítilmótlegu timburkirkju hafði kaupmaður einn
að nafni Kyhn látið byggja á eigin kostnað, og
var það vel þegin gjöf.
Ég ætla ekki að reyna að lýsa tilfinningu þess-
ara iitlendinga, þegar þau gengu fyrstu sporin á
hinu ókunna landi, sem að líkindum átti að verða
heimkynni þeirra um margra ára skeið.
Möller verzlunarstjóri bauð þeim gistingu á
heimili sínu, og þar voru þau fyrstu nóttina. Her-
bergið, sem þeim var vísað til, var í undarlegu
ósamræmi við húsgögnin, bæði rúmstæðið og ann-
að, sem allt var af beztu gerð. Veggir og loft var
ómálað og svart af elli og fúa, og gluggarúðurnar
flestar höfðu verið bættar með pappírsræmum og
tréspónum, því gler var ófáanlegt.
Daginn eftir var haldið af stað til Eskifjarðar,
sem skerst inn úr Reyðarfirði norðanverðum.
Næstu nótt gistu þau hjá kaupmanni, sem örum
hét, og daginn þar á eftir komust þau loksins á
framtíðarheimili sitt hjá ekkjunni maddömu
Svendsen, en sýslumaðurinn hafði keypt af henni
jörðina. Dóttir ekkjunnar sýndi nú dönsku kon-
unni um bæinn, og þar á meðal í eldhúsið. Sam-
kvæmt íslenzkri siðvenju var það ekki í sjálfu
íbúðarhúsinu, heldur í byggingu út af fyrir sig,
sem þó var áföst við hin önnur bæjarhús, er ávallt
standa í beinni röð, hvert við annars hlið.
„Eldstæðið“, segir frú Thorlacius i endurminn-
ingum sínum, „er gryfja, sem grafin er ofan í
jörðina, og þar er potturinn hafður á meðan eld-
að er. 1 kringum eldstæðið er hlaðið upp torfi,
sem hægt er að setjast á, ef mann langar til að
rabba dálítið við eldabuskuna. Hún á það oft til
að rétta góðkunningjum sínum ausuna eða þvör-
una úr grautarpottinum til þess að lofa þeim að
sleikja. Reykháfurinn er botnlaus kútur, sem kom-
ið er fyrir í þakinu“.
Þetta heimili fullnægði að vísu ekki nema hin-
um allra frumstæðustu kröfum, en dugði þó til
bráðabirgða.
Lakast þótti hjónunum, að enginn garður skyldi
vera við húsið, svo hægt væri að rækta kálmeti,
en á þeim tíma var garðyrkja lítið stunduð á Is-
landi. Næpur voru hér um bil einasta grænmetið,
sem þekktist, og uppskeran þótti sæmileg, ef hún
nægði í fimm eða sex máltíðir á ári. „Ég varð
því töluvert upp með mér“, segir frú Thorlacius,
„þegar ég gat strax á öðru ári framleitt ýmsar
káltegundir, svo sem kerfil, spínat og allskon-
ar rófur. Uppskeran var eftir öllum vonum og
veitti okkur mikla ánægju“. Þessi gleði átti þó ekki
lengi að standa; litli, snyrtilegi garðurinn var
fljótlega eyðilagður, og því miður voru tildrögin
þannig vaxin, að af þeim hlutust löng og erfið
eftirköst. Frú Thorlacius farast þannig orð um
þetta: „Ríkur bóndi að nafni Þ. kom dag nokkurn,
þegar við hjónin vorum í kaupstað, og rak á und-
an sér stóran fjárhóp. Hann opnaði hliðið og dreif
allt féð inn í garðinn, þvert ofan i bann skrifar-
s Y r p A
13