Syrpa - 01.02.1947, Side 28
SIGRÍÐUR HALLGRÍMSDÚTTIR :
Frú Sigríður Hallgrimsdóttir ferðaðist í sumar
um nokkur hinna hrjáðu stríðslanda með manni sín-
um, Lúðvíg Guðmundssyni, skólastjóra. Eins og
kunnugt er, þá féll honum í skaut hið góða, en
vandasama og erfiða hlutskipti, að leita uppi hág-
stadda Islendinga fyrir Rauða Kross Islands og koma
þeim til hjálpar. Hann hefur einnig unnið ötullega
að því að opna augu okkar landa sinna fyrir neyð
fólksins í þessum löndum og þeim skyldum, er hún
leggur okkur á herðar. „Syrpa" hað frú Sigríði um
að segja lesendunum eitthvað um þessa ferð.
I.
Þegar ég hlusta á fréttir útvarpsins eða les frá-
sagnir blaðanna um fannfergi og frosthörkur, sem
nú eru á meginlandinu, rifjast upp fyrir mér fjöldi
minninga og mynda frá ferðum mínum um ófrið-
arlöndin.
Við vorum 6 saman, 4 íslenzkir blaðamenn auk
okkar hjónanna. Héldum við af stað frá Kaup-
mannahöfn í lok júlí s.l. Höfðum við tvo bíla til
umráða, nýjan og glæsilegan fólksbíl og gamlan
og farinn jeppa (sem gafst upp á suðurleið, milli
Liibeck og Hamborgar). Héldum við sem leið ligg-
ur, um dönsku eyjarnar og Suður-Jótland, áleið-
is til Þýzkalands. Fórum við þar víða um og á-
fram til Tékkóslóvakíu og Austurríkis. Að liðnum
röskum þremur vikum komum við aftur til Hafn-
ar. Þegar ég þá leit um öxl til alls þess, sem bor-
ið hafði fyrir augu mín og eyru á þessum þremur
vikum, undraðist ég stórum. Fannst mér þetta þá
hafa verið óralangur tími, sem aðeins voru fáar
vikur. Áður hafði ég ferðast um Þýzkaland og þá
ekkert fundið athugavert við tímatalið; en nú var
eins og ófriðurinn hefði ekki einasta afskræmt
ásjónu borganna og gert fólkið torkennilegt, heldur
líka fært allan tímareikning úr skorðum.
— Á leið okkar frá Suður-Jótlandi til Hamborg-
ar komum við til Kiel. Fyrir stríð var þetta glæsi-
leg athafnahoig. Þar var flotastöð mikil ásamt öllu,
er slíku fylgir. Háskóli og f jöldi annarra menning-
arstofnana. Frá Kiel liggur hinn mikli skipaskurð-
ur, sem tengir Eystrasalt við Norðursjó. Vegna
hernaðarlegs mikilvægis var Kiel því tíðsótt skot-
mark Bandamanna. Sér þess líka ótvíræð merki,
því að mestur hluti borgarinnar er nú rústir einar.
Maðurinn minn þurfti í erindum Rauða Kross-
ins að heimsækja fjölskyldu eina, sem þar átti
heima. Á fyrri ferðum sínum hafði hann komið
þangað og vissi, að fólk þetta var á lífi. En þrátt
fyrir það að hann hafði heimilisfang þess, götu-
nafn og húsnúmer, var ekki leikur að finna hús-
ið aftur. Lítil hjálp var þá að korti yfir borgina, því
að óvíða sá götunöfn, flest voru þau horfin með
húsunum, sem þau höfðu verið fest á. Þá var ekki
annað að gera en að reyna að spyrja sig áfram.
Þrátt fyrir æfingu í því reyndist það líka æði taf-
„.. .. mestur hluti borgarinnar er nú rústir einar“.
samt. Nálega annar hver maður, sem við spurðum
vegar, yppti öxlum til svars, kvaðst vera ókunnug-
ur hér, vera aðkomumaður. Þetta var flóttafólk,
flest frá austurhéruðum Þýzkalands. Þessa sömu
sögu er að segja úr flestum öðrum borgum, sem
við fórum um. — En hinir, sem við spurðum og
áttu að heita heimamenn í Kiel, voru fæstir miklu
hetri. Stundum þegar við spurðum til vegar, safnað-
ist hópur í kringum okkur. Alhr vildu greiða götu
okkar; ekki vantaði það. Ýmsir þeirra hafa ef til
vill í anda séð sögulaunin — sígarettu úr ósviknu
tóbaki! En hvað um það, sérhver þóttist vita bet-
ur en allir hinir. Og stundum fór svo, að við treyst-
um okkur ekki til að fylgja neinu ráði, þökkuðum
fyrir veittan greiða og ókum áfram. En einhvern
veginn tókst þetta samt, og við komumst á rétta
götu. Þar, eins og víða annars staðar, var aðeins
mjó braut rudd eftir miðri götunni, en á báðar
1G
S V R P A